Fagna því að gripið sé til aðgerða fyrir heimilislausa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2017 13:41 Sigrún Dóra og Kjartan eru þakklát fyrir að baráttan sé farin að skila árangri. Sigrún Dóra Jónsdóttir og Kjartan Theódórsson sem hafa barist fyrir réttindum heimilislausra og fátækra undanfarin misseri fagna þeim aðgerðum sem Reykjavíkurborg ætla að ráðast í til að leysa úr vanda þeirra sem eru heimilislausir. Kjartan, eða Kjarri eins og hann er jafnan kallaður, hefur búið í nokkra mánuði í tjaldi og undanfarið á tjaldsvæðinu í Laugardal. Sigrún Dóra hefur einnig verið á hrakhólum en er nýbúin að fá framtíðarhúsnæði í Reykjanesbæ. Þau vilja koma á framfæri þakklæti vegna aðgerðanna sem Reykjavíkurborg hefur boðað en eftir helgi fá fjórtán einstaklingar, sem meðal annar hafa búið á tjaldsvæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði í Víðinesi. Þá hefur borgin samþykkt að veita 60 milljóna króna viðbótarframlagi til stuðnings búsetu utangarðsfólks sem meðal annars verður nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar og í að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymsins.Stöð 2 ræddi við Kjartan í lok sumars en þá bjó hann í tjaldi í Hafnarfirði.„Við viljum bara koma á framfæri þakklæti fyrir að þessar aðgerðir,“ segir Sigrún Dóra og Kjarri tekur undir það. „Við erum bara mjög þakklát fyrir það að stjórnvöld og yfirvöld séu búin að opna augun og að þau ætli að sporna við heimilisleysi,“ segir Kjarri. Sigrún Dóra segir þau mjög glöð að sjá loksins aðgerðir og að barátta þeirra sé farin að skila árangri. „Þetta er búin að vera barátta hjá mér síðan í apríl, en þá missti ég síðasta fasta staðinn til að búa á, og við Kjarri tengjumst saman í millitíðinni. Við höfum bæði verið í þessari baráttu út af þessu ástandi og tókum höndum saman,“ segir Sigrún Dóra og bætir við: „Það hafa allir bent á aðra en það hefur ekkert verið gert og nú sjáum við loksins aðgerðirnar sem við höfum beðið eftir.“ Þau skora á önnur bæjarfélög að ráðast í svipaðar aðgerðir og Reykjavíkurborg og einnig að ríkið standi við bakið á þeim sveitarfélögum sem vilja leysa vanda heimilislausra.Ítarlega hefur verið fjallað um vanda heimilislausra í fréttum Stöðvar 2 undanfarið og má hér fyrir neðan sjá eina af þeim fréttum. Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15 Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Sigrún Dóra Jónsdóttir og Kjartan Theódórsson sem hafa barist fyrir réttindum heimilislausra og fátækra undanfarin misseri fagna þeim aðgerðum sem Reykjavíkurborg ætla að ráðast í til að leysa úr vanda þeirra sem eru heimilislausir. Kjartan, eða Kjarri eins og hann er jafnan kallaður, hefur búið í nokkra mánuði í tjaldi og undanfarið á tjaldsvæðinu í Laugardal. Sigrún Dóra hefur einnig verið á hrakhólum en er nýbúin að fá framtíðarhúsnæði í Reykjanesbæ. Þau vilja koma á framfæri þakklæti vegna aðgerðanna sem Reykjavíkurborg hefur boðað en eftir helgi fá fjórtán einstaklingar, sem meðal annar hafa búið á tjaldsvæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði í Víðinesi. Þá hefur borgin samþykkt að veita 60 milljóna króna viðbótarframlagi til stuðnings búsetu utangarðsfólks sem meðal annars verður nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar og í að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymsins.Stöð 2 ræddi við Kjartan í lok sumars en þá bjó hann í tjaldi í Hafnarfirði.„Við viljum bara koma á framfæri þakklæti fyrir að þessar aðgerðir,“ segir Sigrún Dóra og Kjarri tekur undir það. „Við erum bara mjög þakklát fyrir það að stjórnvöld og yfirvöld séu búin að opna augun og að þau ætli að sporna við heimilisleysi,“ segir Kjarri. Sigrún Dóra segir þau mjög glöð að sjá loksins aðgerðir og að barátta þeirra sé farin að skila árangri. „Þetta er búin að vera barátta hjá mér síðan í apríl, en þá missti ég síðasta fasta staðinn til að búa á, og við Kjarri tengjumst saman í millitíðinni. Við höfum bæði verið í þessari baráttu út af þessu ástandi og tókum höndum saman,“ segir Sigrún Dóra og bætir við: „Það hafa allir bent á aðra en það hefur ekkert verið gert og nú sjáum við loksins aðgerðirnar sem við höfum beðið eftir.“ Þau skora á önnur bæjarfélög að ráðast í svipaðar aðgerðir og Reykjavíkurborg og einnig að ríkið standi við bakið á þeim sveitarfélögum sem vilja leysa vanda heimilislausra.Ítarlega hefur verið fjallað um vanda heimilislausra í fréttum Stöðvar 2 undanfarið og má hér fyrir neðan sjá eina af þeim fréttum.
Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15 Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00
Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00