Formaður Viðreisnar: Augljóst að lendingin varðandi ESB er málamiðlun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2017 23:46 Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. vísir/ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir augljóst að lendingin í stjórnarsáttmála flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð varðandi aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu sé málamiðlun. Hann telur hins vegar niðurstöðuna ásættanlega þar sem þingið muni ráða því hvort farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fram í lok kjörtímabilsins samkvæmt stjórnarsáttmálanum sem samþykktur var samhljóða á fundi flokksins í kvöld. Hugmyndin kom upphaflega frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, snemma í viðræðum flokkanna þriggja. „Það er vel þekkt að það eru mjög mismunandi skoðanir á þessu máli milli flokkanna þannig að þá er málinu bara vísað til þingsins og þingvilji mun þá ráða,“ segir Benedikt. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á það frá upphafi að þjóðin fái að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB og í stefnu sinni hvetur flokkurinn til þess að viðræðum verði haldið áfram, þeim lokið með hagfelldum samningi sem borinn verði undir þjóðina til atkvæðagreiðslu. Benedikt segir niðurstöðuna í stjórnarsáttmálanum varðandi þetta ásættanlega. „Þetta er augljóslega málamiðlunarniðurstaða en mér finnst hún ásættanleg að því leyti þessu er vísað til þingsins og þá er það meirihlutinn þar sem ræður.“ Benedikt var ánægður með fund ráðgjafaráðs flokksins sem kom í fyrsta sinn saman í kvöld og sagði hann hafa gengið mjög vel. „Við fórum ítarlega yfir þetta. Ég kynnti allan stjórnarsáttmálann, las hann upp og kynnti svo einstök mál. Það var mikið af spurningum, milli tíu og tuttugu manns sem tóku til máls, spurðu út í ákveðin atriði og ræddu málin bara svona eins og gengur og þetta var bara fínt,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að fundarmenn hjá Viðreisn hafi lýst yfir óánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og vinnubrögð hans í tengslum við skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Aðspurður um þetta segir Benedikt: „Ég held að það sé óhætt að segja að enginn af þeim sem tók til máls um málið verið ánægður með það hvernig að því var staðið. Það voru allir sem töldu að það hefði verið rétt að birta skýrsluna þá þegar og við erum algjörlega sammála um það.“ Benedikt nefnir að í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um tvo hluti sem snerti þetta mál sérstaklega. „Það er annars vegar um gagnsæi í vinnubrögðum og upplýsingaskyldu stjórnvalda og hins vegar er tekið sérstaklega fram að við ætlum að taka á skattsvikum og skattaundanskotum, þar á meðal í skattaskjólum, og ég held að við eigum að nota þessa skýrslu til að útrýma þessu,“ segir Benedikt. Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir augljóst að lendingin í stjórnarsáttmála flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð varðandi aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu sé málamiðlun. Hann telur hins vegar niðurstöðuna ásættanlega þar sem þingið muni ráða því hvort farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fram í lok kjörtímabilsins samkvæmt stjórnarsáttmálanum sem samþykktur var samhljóða á fundi flokksins í kvöld. Hugmyndin kom upphaflega frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, snemma í viðræðum flokkanna þriggja. „Það er vel þekkt að það eru mjög mismunandi skoðanir á þessu máli milli flokkanna þannig að þá er málinu bara vísað til þingsins og þingvilji mun þá ráða,“ segir Benedikt. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á það frá upphafi að þjóðin fái að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB og í stefnu sinni hvetur flokkurinn til þess að viðræðum verði haldið áfram, þeim lokið með hagfelldum samningi sem borinn verði undir þjóðina til atkvæðagreiðslu. Benedikt segir niðurstöðuna í stjórnarsáttmálanum varðandi þetta ásættanlega. „Þetta er augljóslega málamiðlunarniðurstaða en mér finnst hún ásættanleg að því leyti þessu er vísað til þingsins og þá er það meirihlutinn þar sem ræður.“ Benedikt var ánægður með fund ráðgjafaráðs flokksins sem kom í fyrsta sinn saman í kvöld og sagði hann hafa gengið mjög vel. „Við fórum ítarlega yfir þetta. Ég kynnti allan stjórnarsáttmálann, las hann upp og kynnti svo einstök mál. Það var mikið af spurningum, milli tíu og tuttugu manns sem tóku til máls, spurðu út í ákveðin atriði og ræddu málin bara svona eins og gengur og þetta var bara fínt,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að fundarmenn hjá Viðreisn hafi lýst yfir óánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og vinnubrögð hans í tengslum við skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Aðspurður um þetta segir Benedikt: „Ég held að það sé óhætt að segja að enginn af þeim sem tók til máls um málið verið ánægður með það hvernig að því var staðið. Það voru allir sem töldu að það hefði verið rétt að birta skýrsluna þá þegar og við erum algjörlega sammála um það.“ Benedikt nefnir að í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um tvo hluti sem snerti þetta mál sérstaklega. „Það er annars vegar um gagnsæi í vinnubrögðum og upplýsingaskyldu stjórnvalda og hins vegar er tekið sérstaklega fram að við ætlum að taka á skattsvikum og skattaundanskotum, þar á meðal í skattaskjólum, og ég held að við eigum að nota þessa skýrslu til að útrýma þessu,“ segir Benedikt.
Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56
Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20