Heimir valdi Suárez og Klopp sem leikmann og þjálfara ársins 2016 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2017 22:30 Heimir á landsliðsæfingu í Kína í dag. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi Luis Suárez og Jürgen Klopp sem leikmann og þjálfara ársins 2016.Í dag var greint frá því hverjir væru leikmenn og þjálfarar ársins 2016 í karla- og kvennaflokki við hátíðlega athöfn í Zürich. Heimir Hallgrímsson, landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru með atkvæðisrétt í karlaflokki. Heimir valdi sem áður Suárez sem leikmann ársins. Cristiano Ronaldo, sem var valinn leikmaður ársins 2016, var í 2. sæti á lista Heimis og Antonie Griezmann í því þriðja. Að mati Heimis var Jürgen Klopp þjálfari ársins, Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals, var í 2. sæti hjá Eyjamanninum og Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, í því þriðja. Claudio Ranieri, sem var valinn þjálfari ársins, var ekki á lista Heimis. Aron Einar valdi Ronaldo sem leikmann ársins og Ranieri sem þjálfara ársins. Víðir var einnig með Ranieri efstan á blaði en hann valdi Lionel Messi sem leikmann ársins.Leikmenn og þjálfarar ársins 2016 með verðlaun sín.vísir/gettyVíðir var einnig með atkvæðisrétt í valinu á leikmanni og þjálfara ársins í kvennaflokki, ásamt landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Margréti Láru Viðarsdóttur. Carli Lloyd var valin leikmaður ársins og hún var efst á blaði hjá Frey. Víðir var með Lloyd í 3. sæti en hún komst ekki á lista Margrétar Láru sem valdi hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem leikmann ársins. Margrét Lára valdi hins vegar Silviu Neid sem þjálfara ársins en hún fékk flest atkvæði í kjörinu. Freyr valdi Jill Ellis, þjálfara bandaríska landsliðsins, sem þjálfara ársins og Gérard Precheur, þjálfari Evrópumeistara Lyon, var efstur á blaði hjá Víði.Karlaflokkur:Heimir Hallgrímsson Leikmaður: 1. Luis Suárez, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Jürgen Klopp, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneAron Einar Gunnarsson Leikmaður: 1. Cristiano Ronaldo, 2. Luis Suárez, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneVíðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Lionel Messi, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Luis Suárez Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Chris ColemanKvennaflokkur:Freyr Alexandersson Leikmaður: 1. Carli Lloyd, 2. Camille Abily, 3. Melanie Behringer Þjálfari: 1. Jill Ellis, 2. Martina Voss-Tecklenburg, 3. Pia SundhageMargrét Lára Viðarsdóttir Leikmaður: 1. Dzsenifer Marozsán, 2. Camille Abily, 3. Lotta Schelin Þjálfari: 1. Silvia Neid, 2. Gérard Precheur, 3. Pia Sundhage Víðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Amandine Henry, 2. Dzsenifer Marozsán, 3. Carli Lloyd Þjálfari: 1. Gérard Precheur, 2. Philippe Bergeroo, 3. Silvia Neid Fótbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi Luis Suárez og Jürgen Klopp sem leikmann og þjálfara ársins 2016.Í dag var greint frá því hverjir væru leikmenn og þjálfarar ársins 2016 í karla- og kvennaflokki við hátíðlega athöfn í Zürich. Heimir Hallgrímsson, landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru með atkvæðisrétt í karlaflokki. Heimir valdi sem áður Suárez sem leikmann ársins. Cristiano Ronaldo, sem var valinn leikmaður ársins 2016, var í 2. sæti á lista Heimis og Antonie Griezmann í því þriðja. Að mati Heimis var Jürgen Klopp þjálfari ársins, Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals, var í 2. sæti hjá Eyjamanninum og Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, í því þriðja. Claudio Ranieri, sem var valinn þjálfari ársins, var ekki á lista Heimis. Aron Einar valdi Ronaldo sem leikmann ársins og Ranieri sem þjálfara ársins. Víðir var einnig með Ranieri efstan á blaði en hann valdi Lionel Messi sem leikmann ársins.Leikmenn og þjálfarar ársins 2016 með verðlaun sín.vísir/gettyVíðir var einnig með atkvæðisrétt í valinu á leikmanni og þjálfara ársins í kvennaflokki, ásamt landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Margréti Láru Viðarsdóttur. Carli Lloyd var valin leikmaður ársins og hún var efst á blaði hjá Frey. Víðir var með Lloyd í 3. sæti en hún komst ekki á lista Margrétar Láru sem valdi hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem leikmann ársins. Margrét Lára valdi hins vegar Silviu Neid sem þjálfara ársins en hún fékk flest atkvæði í kjörinu. Freyr valdi Jill Ellis, þjálfara bandaríska landsliðsins, sem þjálfara ársins og Gérard Precheur, þjálfari Evrópumeistara Lyon, var efstur á blaði hjá Víði.Karlaflokkur:Heimir Hallgrímsson Leikmaður: 1. Luis Suárez, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Jürgen Klopp, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneAron Einar Gunnarsson Leikmaður: 1. Cristiano Ronaldo, 2. Luis Suárez, 3. Antoine Griezmann Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Diego SimeoneVíðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Lionel Messi, 2. Cristiano Ronaldo, 3. Luis Suárez Þjálfari: 1. Claudio Ranieri, 2. Fernando Santos, 3. Chris ColemanKvennaflokkur:Freyr Alexandersson Leikmaður: 1. Carli Lloyd, 2. Camille Abily, 3. Melanie Behringer Þjálfari: 1. Jill Ellis, 2. Martina Voss-Tecklenburg, 3. Pia SundhageMargrét Lára Viðarsdóttir Leikmaður: 1. Dzsenifer Marozsán, 2. Camille Abily, 3. Lotta Schelin Þjálfari: 1. Silvia Neid, 2. Gérard Precheur, 3. Pia Sundhage Víðir Sigurðsson Leikmaður: 1. Amandine Henry, 2. Dzsenifer Marozsán, 3. Carli Lloyd Þjálfari: 1. Gérard Precheur, 2. Philippe Bergeroo, 3. Silvia Neid
Fótbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira