Innlent

Ríkið kaupir jörðina Fell við Jökulsárlón

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Jökulsárlóni.
Frá Jökulsárlóni. Visir/Valli
Ríkissjóður ákvað í dag að nýta forkaupsrétt vegna jarðarinnar Fells í Suðursveit á grundvelli laga um náttúruvernd, en jörðin er á náttúruminjaskrá og liggur við Jökulsárlón, einn vinsælasta ferðamannastað landsin.

Greint er frá kaupunum á vef fjármála-og efnahagsráðuneytisins en jörðin var í haust seld á nauðungarsölu til slita á sameign að beiðni eigenda.

Söluverðið var 1520 milljónir króna og gengur ríkissjóður inn í kaupin á því verði en gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum seinasta árs.

Í nóvember síðastliðnum var greint frá því að Fögrusalir ehf. hefðu keypt jörðina á 1520 milljónir króna. Ríkið átti hins vegar forkaupsrétt á jörðinni, eins og áður segir, og hefur nú ákveðið að nýta hann.


Tengdar fréttir

Tóku boði í Fell við Jökulsárlón

Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur tekið 1.520 milljóna króna tilboði Fögrusala ehf. í jörðina Fell við Jökulsárlón. Þrjú tilboð lágu fyrir í eignina en Fögrusalir buðu hæst.

Uppboði Jökulsárslóns frestað

Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×