Rússar líkja ásökunum um tölvuárásir við nornaveiðar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 17:51 Rússnesk stjórnvöld andmæla ásökunum um tölvuárásir. Vísir/Getty Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. Líkja þeir þessum ásökunum við nornaveiðar. BBC greinir frá. Dmitry Peskov uppslýsingafulltrúi Kremlin í Moskvu lýsir því yfir að skýrsla sem Bandaríska leyniþjónustan gaf út nýverið byggi á engum heildstæðum grunni. Í skýrslunni kemur fram að Vladímír Pútín forseti Rússlands hafi í reynd fyrirskipað tölvuárás þar sem brotist var inn í tölvupósta andstæðings Trumps, Hillary Clinton, í þeirri von að veita Trump forskot í kosningabaráttunni og stuðla að sigri hans. Bandaríska leyniþjónustan vill þannig meina að Rússnesk stjórnvöld hafi haft hag á sigri Trumps. Viðbrögð Peskovs eru fyrstu opinberlegu viðbrögðin frá rússneskum stjórnvöldum síðan Donald Trump fékk skýrsluna í sínar hendur síðastliðinn föstudag en sama dag gekk hann til fundar við ráðamenn leyniþjónustunnar. Sagði hann fundinn hafa borið góðan árangur. Rússnesk stjórnvöld neita alfarið afskiptum sínum af forsetakosningunum umdeildu og segjast ekki eiga þátt í tölvuárásunum umtöluðu. Trump hefur hingað til haldið því fram að ásakanir um tölvuárásir eigi sér enga stoð en eftir að hafa fengið skýrsluna í hendurnar hefur hann dregið þær hugmyndir sínar til baka. Hann segist nú ekki neita fyrir það að rússnesk stjórnvöld gætu hafa staðið á bak við tölvuárásirnar án þess þó að segja að það sé ótvírætt svo. Hann nefndi einnig að hann myndi leggja sitt af mörkum að stöðva hvers kyns tölvuárásir á bandarísk stjórnvöld og fyrirtæki í sinni valdatíð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. Líkja þeir þessum ásökunum við nornaveiðar. BBC greinir frá. Dmitry Peskov uppslýsingafulltrúi Kremlin í Moskvu lýsir því yfir að skýrsla sem Bandaríska leyniþjónustan gaf út nýverið byggi á engum heildstæðum grunni. Í skýrslunni kemur fram að Vladímír Pútín forseti Rússlands hafi í reynd fyrirskipað tölvuárás þar sem brotist var inn í tölvupósta andstæðings Trumps, Hillary Clinton, í þeirri von að veita Trump forskot í kosningabaráttunni og stuðla að sigri hans. Bandaríska leyniþjónustan vill þannig meina að Rússnesk stjórnvöld hafi haft hag á sigri Trumps. Viðbrögð Peskovs eru fyrstu opinberlegu viðbrögðin frá rússneskum stjórnvöldum síðan Donald Trump fékk skýrsluna í sínar hendur síðastliðinn föstudag en sama dag gekk hann til fundar við ráðamenn leyniþjónustunnar. Sagði hann fundinn hafa borið góðan árangur. Rússnesk stjórnvöld neita alfarið afskiptum sínum af forsetakosningunum umdeildu og segjast ekki eiga þátt í tölvuárásunum umtöluðu. Trump hefur hingað til haldið því fram að ásakanir um tölvuárásir eigi sér enga stoð en eftir að hafa fengið skýrsluna í hendurnar hefur hann dregið þær hugmyndir sínar til baka. Hann segist nú ekki neita fyrir það að rússnesk stjórnvöld gætu hafa staðið á bak við tölvuárásirnar án þess þó að segja að það sé ótvírætt svo. Hann nefndi einnig að hann myndi leggja sitt af mörkum að stöðva hvers kyns tölvuárásir á bandarísk stjórnvöld og fyrirtæki í sinni valdatíð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira