Handbolti

Rut fagnaði sigri á gamla heimavellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rut Jónsdóttir spilar með frábæru liði Midtjylland.
Rut Jónsdóttir spilar með frábæru liði Midtjylland. Vísir/Getty
Íslenska landsliðskonan Rut Arnfjörð Jónsdóttir fagnaði sigri á móti sínum gömlu félögum og á sínum gamla heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Rut og félagar í FC Midtjylland Håndbold unnu þá fimm marka útisigur á Randers HK 21-16.

Rut nýtti eina skotið sitt í leiknum og átti auk þess tvær stoðsendingar á liðsfélaga. Markið hennar kom með gegnumbroti á 43. mínútu og jafnaði Rut þá metin í 12-12.

Randers var 9-5 yfir í hálfleik en markið hennar Rutar kom í miðjum frábærum kafla þegar Midtjylland-liðið breytti stöðunni úr 12-9 fyrir Randers í 14-12 fyrir sig með því að vinna sjö mínútna kafla 5-0.

Rut spilaði með Randers HK frá 2014 til 2016 þegar því vel til í Randers-höllinni.

Landsliðskonurnar Stine Jörgensen (hjá Danmörku) og Veronica Kristiansen (hjá Noregi) voru markahæstar hjá Midtjylland með fimm mörk hvor.

Þetta var sjöundi deildarsigur Midtjylland og náði liðið með sigrinum eins stigs forskoti á Viborg HK á toppi deildarinnar. Viborg HK á hinsvegar leik inni.

Midtjylland hefur unnið 9 af 10 leikjum sínum í dönsku deildinni í vetur en eina tapið kom á móti Viborg HK 28. september síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×