„Við höfum búist við hryðjuverki“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. janúar 2017 19:00 Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt. Reina næturklúbburinn er við bakka Bosphorus sundsins í Istanbúl. Staðurinn er vinsæll meðal heimamanna og ferðamanna. Hann er reglulegur áningarstaður frægs fólks, listamanna og íþróttastjarna. Um það bil 600 manns eru taldir hafa verið á staðnum eftir miðnætti á gamlárskvöld þegar maður hóf þar skothríð í nótt klukkan korter í tvö að staðartíma. Byssumaðurinn komst inn á staðinn vopnaður eftir að hann skaut lögreglumann til bana við innganginn. Tyrkneska dagblaðið Hürriyet hefur eftir eiganda Reina næturklúbbsins að árásarmaðurinn hafi borið Kalashnikov hríðskotariffla í fleirtölu. Þetta styður frásagnir sjónarvotta að maðurinn hafi verið þungvopnaður þegar hann réðst inn á staðinn. Margir gestir leituðu sér skjóls með því að kata sér út í sjóinn, þ.e. Bosphorus sundið eftir að skothríðin hófst. 39 eru staðfest látnir eftir árásina. Búið væri að bera kennsl á 35 hinna látnu og af þeim eru 24 erlendir ríkisborgarar, að öllum líkindum ferðamenn. Þá eru 69 á spítala, þar af fjórir í lífshættu.Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum.Fólki sagt að forðast mannfjölda Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum. „Ég get ekki sagt að ég sé í áfalli, Þorbjörn. Þetta er viðurstyggilegt hryðjuverk en við höfum búist við hryðjuverki. Öryggisstigið hefur verið hækkað. Tilkynningar bárust frá sendiráðum erlendra ríkja í Istanbúl, t.d. frá sendiráði Bandaríkjanna. Þau tilkynntu sínum borgurum um yfirvofandi árás á gamlárskvöld. Auðvitað fengu sendiráðin þessar upplýsingar frá tyrkneskum yfirvöldum. En tyrknesk yfirvöld gáfu ekki út tilkynningar til tyrkneskra borgara. En sendiráðin gáfu út upplýsingar. Þeim var svo aðallega dreift á samfélagsmiðlum. Fólk hafði samband sín á milli um að forðast mannfjölda á gamlárskvöld,“ segir Güneş í samtali við fréttastofu. Allir hinna látnu eru með skotsár eftir Kalashiknov árásarriffil. Árásarmannsins er leitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og ekki liggur fyrir hverjir stóðu að baki henni eða í hvaða tilgangi hún var gerð. Alls hafa 415 manns látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Sex árásanna voru í Istanbúl þar sem 152 létust, fjórar í Ankara þar sem fórnarlömbin voru 166, ein í Gaziantep, ein í Suruc og þrjár í Diyarbakir. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt. Reina næturklúbburinn er við bakka Bosphorus sundsins í Istanbúl. Staðurinn er vinsæll meðal heimamanna og ferðamanna. Hann er reglulegur áningarstaður frægs fólks, listamanna og íþróttastjarna. Um það bil 600 manns eru taldir hafa verið á staðnum eftir miðnætti á gamlárskvöld þegar maður hóf þar skothríð í nótt klukkan korter í tvö að staðartíma. Byssumaðurinn komst inn á staðinn vopnaður eftir að hann skaut lögreglumann til bana við innganginn. Tyrkneska dagblaðið Hürriyet hefur eftir eiganda Reina næturklúbbsins að árásarmaðurinn hafi borið Kalashnikov hríðskotariffla í fleirtölu. Þetta styður frásagnir sjónarvotta að maðurinn hafi verið þungvopnaður þegar hann réðst inn á staðinn. Margir gestir leituðu sér skjóls með því að kata sér út í sjóinn, þ.e. Bosphorus sundið eftir að skothríðin hófst. 39 eru staðfest látnir eftir árásina. Búið væri að bera kennsl á 35 hinna látnu og af þeim eru 24 erlendir ríkisborgarar, að öllum líkindum ferðamenn. Þá eru 69 á spítala, þar af fjórir í lífshættu.Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum.Fólki sagt að forðast mannfjölda Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum. „Ég get ekki sagt að ég sé í áfalli, Þorbjörn. Þetta er viðurstyggilegt hryðjuverk en við höfum búist við hryðjuverki. Öryggisstigið hefur verið hækkað. Tilkynningar bárust frá sendiráðum erlendra ríkja í Istanbúl, t.d. frá sendiráði Bandaríkjanna. Þau tilkynntu sínum borgurum um yfirvofandi árás á gamlárskvöld. Auðvitað fengu sendiráðin þessar upplýsingar frá tyrkneskum yfirvöldum. En tyrknesk yfirvöld gáfu ekki út tilkynningar til tyrkneskra borgara. En sendiráðin gáfu út upplýsingar. Þeim var svo aðallega dreift á samfélagsmiðlum. Fólk hafði samband sín á milli um að forðast mannfjölda á gamlárskvöld,“ segir Güneş í samtali við fréttastofu. Allir hinna látnu eru með skotsár eftir Kalashiknov árásarriffil. Árásarmannsins er leitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og ekki liggur fyrir hverjir stóðu að baki henni eða í hvaða tilgangi hún var gerð. Alls hafa 415 manns látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Sex árásanna voru í Istanbúl þar sem 152 létust, fjórar í Ankara þar sem fórnarlömbin voru 166, ein í Gaziantep, ein í Suruc og þrjár í Diyarbakir.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira