Innlent

Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu

atli ísleifsson skrifar
Sporhundurinn Perla ásamt þjálfara sínum.
Sporhundurinn Perla ásamt þjálfara sínum. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitarmenn munu halda áfram aðgerðum áfram vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur á og í kringum vegarslóða á Strandarheiði þegar birtir. Notast verður við sporhunda.

Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúið Landsbjargar, segir að aðgerðastjórn sé í stöðugum samskiptum við lögreglu, en stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um framhald mála.

Þorsteinn segir að ástæða þess að leit verði haldið áfram á Strandarheiðinni sé að ekki tókst að klára verkefnið fyrir myrkur í gær.

Töluverður viðbúnaður var við höfnina í Hafnarfirði í gær þar sem fjöldi fólks tók þátt í aðgerðum þar sem kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra, köfunarsveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk leituðu af sér allan grun.

Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði voru sjö kafarar að störfum frá Landhelgisgæslunni. Bátar gæslunnar Baldur og Óðinn tóku einnig þátt í leitinni. Sett var upp tjald fyrir kafarana til að halda á þeim hita eftir að hafa verið í ísköldu Atlantshafinu. Hafnarsvæðinu var lokað í gær þegar danska varðskipið Triton og grænlenski togarinn Polar Nanoq komu til hafnar. 

Í tilkynningu frá lögreglu í gær sagði að leitað hefði verið út frá þeim fjölmörgu vísbendingum sem hafa borist frá almenningi. Vísbendingum um leitarsvæði er forgangsraðað og sé unnið samkvæmt því.

Þrír skipverjar á Polar Nanoq eru nú í haldi lögreglu vegna málsins og hafa þeir verið yfirheyrðir í alla nótt.


Tengdar fréttir

Kafað langt fram á kvöld í Hafnarfirði

Leitin að Birnu Brjánsdóttur hélt áfram í gær af fullum þunga. Sjö kafarar köfuðu við Hafnarfjarðarhöfn og einnig var leitað á Strandarheiði. Birna átti ekki í neinum samskiptum á Tinder eða Badoo. Móðir hennar sendi frá sér yfir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×