Fótbolti

Sverrir Ingi á leið til Spánar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Ingi í leik með Lokeren.
Sverrir Ingi í leik með Lokeren. vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Lokeren í Belgíu og landsliðsmaður, er samkvæmt spænskum fjölmiðlum á leið til Granada sem leikur í spænsku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt fregnum greiðir Granada eina og hálfa milljón evra fyrir Sverri Inga, jafnvirði 180 milljóna króna.

Sverrir Ingi á eftir að standast læknisskoðun en honum er ætlað að styrkja varnarleik liðsins. Granada er í næstneðsta sæti deildarinnar með tíu stig og hefur fengið á sig 39 mörk, flest allra í deildinni.

Sverrir Ingi er 23 ára og uppalinn hjá Breiðabliki. Hann samdi við Viking fyrir tímabilið 2014 en fór ári síðar í Lokeren í Belgíu. Þar hefur hann verið fastamaður í vörn Lokeren, en þjálfari liðsins er Rúnar Kristinsson.

Granada gerði um helgina 1-1 jafntefli við Osasona en mætir næst Espanyol á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×