Móðir Birnu: „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2017 20:22 „Við gætum ímyndað okkur að hún hafi jafnvel farið með einhverjum erlendum af því hún hafði mikinn áhuga á að tala við fólk alls staðar að úr í heiminum,“ sagði Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, við fjölmiðla eftir blaðamannafund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum í dag. Hún sagði Birnu hafa nýlega skráð sig aftur inn á stefnumótamiðilinn Tinder. „Og Tinder virkar þannig að þú talar við einhvern og ætlar að hitta hann kannski bara eftir hálftíma. Það er eitthvað sem við höfum verið að hugsa,“ sagði Sigurlaug. Sigurlaug sagði Birnu hafa kynnst ferðamönnum í fyrra sumar í gegnum Tinder. „En ekki til að vera með þeim heldur meira til að eignast vini og tengsl. Hún fór einu sinni eða tvisvar Gullna hringinn með einhverjum sem hún hafði kynnst.“ Hún sagði lögreglu reyna að nálgast lykilorð inn á Tinder-reikning Birnu til að skoða samskipti hennar þar. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, lögregluna vera í samskiptum við samfélagsmiðla vegna mannshvarfa og þeir hafi verið nokkuð samvinnuþýða. Búist er við að lögreglan muni fá aðgang að þeim samfélagsmiðlum sem Birna stundaði en það gæti tekið nokkra daga. Lögreglan fékk aðgang að Facebook-i Birnu með leyfi frá fjölskyldu hennar. Sigurlaug sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum að ekki hafi verið leitað að Birnu síðastliðna nótt. „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu. Hún er ekki að velja þetta sjálf að hverfa. Af því þetta er þannig stelpa. Hún er ekki á flótta undan einhverju og hefur ekki verið í efnum. Það er einhvers staðar verið að halda henni. Hún er ekki sjálfviljug einhvers staðar.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Vinkonur Birnu: Yndisleg vinkona og hefur ekki einu sinni reykt gras María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir segja að Birna Brjánsdóttir hafi aldrei verið í neinu rugli og hafi verið einstök vinkona. Önnur þeirra var með henni nóttina sem hún hvarf. 16. janúar 2017 19:47 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Við gætum ímyndað okkur að hún hafi jafnvel farið með einhverjum erlendum af því hún hafði mikinn áhuga á að tala við fólk alls staðar að úr í heiminum,“ sagði Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, við fjölmiðla eftir blaðamannafund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum í dag. Hún sagði Birnu hafa nýlega skráð sig aftur inn á stefnumótamiðilinn Tinder. „Og Tinder virkar þannig að þú talar við einhvern og ætlar að hitta hann kannski bara eftir hálftíma. Það er eitthvað sem við höfum verið að hugsa,“ sagði Sigurlaug. Sigurlaug sagði Birnu hafa kynnst ferðamönnum í fyrra sumar í gegnum Tinder. „En ekki til að vera með þeim heldur meira til að eignast vini og tengsl. Hún fór einu sinni eða tvisvar Gullna hringinn með einhverjum sem hún hafði kynnst.“ Hún sagði lögreglu reyna að nálgast lykilorð inn á Tinder-reikning Birnu til að skoða samskipti hennar þar. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, lögregluna vera í samskiptum við samfélagsmiðla vegna mannshvarfa og þeir hafi verið nokkuð samvinnuþýða. Búist er við að lögreglan muni fá aðgang að þeim samfélagsmiðlum sem Birna stundaði en það gæti tekið nokkra daga. Lögreglan fékk aðgang að Facebook-i Birnu með leyfi frá fjölskyldu hennar. Sigurlaug sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum að ekki hafi verið leitað að Birnu síðastliðna nótt. „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu. Hún er ekki að velja þetta sjálf að hverfa. Af því þetta er þannig stelpa. Hún er ekki á flótta undan einhverju og hefur ekki verið í efnum. Það er einhvers staðar verið að halda henni. Hún er ekki sjálfviljug einhvers staðar.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Vinkonur Birnu: Yndisleg vinkona og hefur ekki einu sinni reykt gras María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir segja að Birna Brjánsdóttir hafi aldrei verið í neinu rugli og hafi verið einstök vinkona. Önnur þeirra var með henni nóttina sem hún hvarf. 16. janúar 2017 19:47 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52
Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25
Vinkonur Birnu: Yndisleg vinkona og hefur ekki einu sinni reykt gras María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir segja að Birna Brjánsdóttir hafi aldrei verið í neinu rugli og hafi verið einstök vinkona. Önnur þeirra var með henni nóttina sem hún hvarf. 16. janúar 2017 19:47