Guðmundur, Dagur og Kristján á HM: Hundrað prósent árangur og 78 mörk í plús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 09:30 Kristján Andrésson, Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson eru að gera frábæra hluti með sín landslið. Vísir/Samsett Íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum í fyrstu þremur leikjum sínum á HM í handbolta í Frakklandi en það er ekki mikið hægt að kvarta yfir hinum þremur íslensku þjálfurum á heimsmeistaramótinu. Kristján Andrésson, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson hafa stýrt sínum landsliðum til sigurs í báðum leikjum sínum á HM til þessa.Sænska landsliðið hefur unnið tvo risasigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á stórmóti undir stjórn Kristján Andréssonar. Svíar unnu 17 marka sigur á Barein og 18 marka sigur á Argentínu en sænska liðið hefur aðeins fengið á sig 16,5 mörk að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með bestu skotnýtinguna en liðið hefur nýtt 72 prósent skota sinna í þessum tveimur leikjum. Svíar ásamt Þjóðverjum eru líka það lið sem hefur tapað fæstum boltum eða aðeins 13 í þessum tveimur leikjum.Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, fylgdu eftir fjögurra marka sigri á Ungverjalandi með því að vinna 21 marks sigur á Síle í gær. Þjóðverjar hvíla í dag en mæta Sádí Arabíu á morgun sem ætti að vera annar auðveldur sigur.Danska landsliðið hefur ekki verið í miklum vandræðum í sínum fyrstu tveimur leikjum, vann fyrst ellefu marka sigur á Argentínu og svo sjö marka sigur á Egyptalandi. Guðmundur hefur dreift álaginu á sína menn og sjö leikmenn hafa skorað á bilinu fjögur til átta mörk í leikjunum tveimur. Samanlagt hafa þessir þrír þjálfarar unnið leikina sex með samtals 78 marka mun eða þrettán mörkum að meðaltali í leik. Það verður stór stund í kvöld þegar þeir Guðmundur og Kristján mætast með sín lið í lykilleik í D-riðlinum. Það er ljóst að báðir geta ekki verið með hundrað prósent árangur eftir þann leik. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í kvöld.Leikir sænska landsliðsins undir stjórn Kristján Andréssonar á HM 2017: 17 marka sigur á Barein (33-16) 18 marka sigur á Argentínu (35-17) 4 stig af 4 mögulegum og 35 mörk í plúsLeikir þýska landsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar á HM 2017: 4 marka sigur á Ungverjalandi (27-23) 21 marks sigur á Síle (35-14) 4 stig af 4 mögulegum og 25 mörk í plúsLeikir danska landsliðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar á HM 2017: 11 marka sigur á Argentínu (33-22) 7 marka sigur á Egyptalandi (35-28) 4 stig af 4 mögulegum og 18 mörk í plús Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Heiðraði minningu föður síns með 13 mörkum Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk þegar Þjóðverjar unnu Ungverja, 27-23, í C-riðli á HM í handbolta í dag. 13. janúar 2017 18:28 Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22 Öruggur sigur í fyrsta stórmótsleik Kristjáns Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með leggja Barein að velli, 33-16, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í dag. 13. janúar 2017 18:14 Umdeild olnbogahlíf: Mótherjar Dana ráða því hvort René Toft megi spila René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í kvöld. 13. janúar 2017 20:57 Ólympíumeistararnir fara vel af stað | Króatar í basli Danir fara vel af stað á HM í Frakklandi en í kvöld unnu þeir öruggan 11 marka sigur, 33-22, á Argentínu. 13. janúar 2017 21:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum í fyrstu þremur leikjum sínum á HM í handbolta í Frakklandi en það er ekki mikið hægt að kvarta yfir hinum þremur íslensku þjálfurum á heimsmeistaramótinu. Kristján Andrésson, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson hafa stýrt sínum landsliðum til sigurs í báðum leikjum sínum á HM til þessa.Sænska landsliðið hefur unnið tvo risasigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á stórmóti undir stjórn Kristján Andréssonar. Svíar unnu 17 marka sigur á Barein og 18 marka sigur á Argentínu en sænska liðið hefur aðeins fengið á sig 16,5 mörk að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með bestu skotnýtinguna en liðið hefur nýtt 72 prósent skota sinna í þessum tveimur leikjum. Svíar ásamt Þjóðverjum eru líka það lið sem hefur tapað fæstum boltum eða aðeins 13 í þessum tveimur leikjum.Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, fylgdu eftir fjögurra marka sigri á Ungverjalandi með því að vinna 21 marks sigur á Síle í gær. Þjóðverjar hvíla í dag en mæta Sádí Arabíu á morgun sem ætti að vera annar auðveldur sigur.Danska landsliðið hefur ekki verið í miklum vandræðum í sínum fyrstu tveimur leikjum, vann fyrst ellefu marka sigur á Argentínu og svo sjö marka sigur á Egyptalandi. Guðmundur hefur dreift álaginu á sína menn og sjö leikmenn hafa skorað á bilinu fjögur til átta mörk í leikjunum tveimur. Samanlagt hafa þessir þrír þjálfarar unnið leikina sex með samtals 78 marka mun eða þrettán mörkum að meðaltali í leik. Það verður stór stund í kvöld þegar þeir Guðmundur og Kristján mætast með sín lið í lykilleik í D-riðlinum. Það er ljóst að báðir geta ekki verið með hundrað prósent árangur eftir þann leik. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í kvöld.Leikir sænska landsliðsins undir stjórn Kristján Andréssonar á HM 2017: 17 marka sigur á Barein (33-16) 18 marka sigur á Argentínu (35-17) 4 stig af 4 mögulegum og 35 mörk í plúsLeikir þýska landsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar á HM 2017: 4 marka sigur á Ungverjalandi (27-23) 21 marks sigur á Síle (35-14) 4 stig af 4 mögulegum og 25 mörk í plúsLeikir danska landsliðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar á HM 2017: 11 marka sigur á Argentínu (33-22) 7 marka sigur á Egyptalandi (35-28) 4 stig af 4 mögulegum og 18 mörk í plús
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Heiðraði minningu föður síns með 13 mörkum Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk þegar Þjóðverjar unnu Ungverja, 27-23, í C-riðli á HM í handbolta í dag. 13. janúar 2017 18:28 Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22 Öruggur sigur í fyrsta stórmótsleik Kristjáns Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með leggja Barein að velli, 33-16, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í dag. 13. janúar 2017 18:14 Umdeild olnbogahlíf: Mótherjar Dana ráða því hvort René Toft megi spila René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í kvöld. 13. janúar 2017 20:57 Ólympíumeistararnir fara vel af stað | Króatar í basli Danir fara vel af stað á HM í Frakklandi en í kvöld unnu þeir öruggan 11 marka sigur, 33-22, á Argentínu. 13. janúar 2017 21:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Heiðraði minningu föður síns með 13 mörkum Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk þegar Þjóðverjar unnu Ungverja, 27-23, í C-riðli á HM í handbolta í dag. 13. janúar 2017 18:28
Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22
Öruggur sigur í fyrsta stórmótsleik Kristjáns Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með leggja Barein að velli, 33-16, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í dag. 13. janúar 2017 18:14
Umdeild olnbogahlíf: Mótherjar Dana ráða því hvort René Toft megi spila René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í kvöld. 13. janúar 2017 20:57
Ólympíumeistararnir fara vel af stað | Króatar í basli Danir fara vel af stað á HM í Frakklandi en í kvöld unnu þeir öruggan 11 marka sigur, 33-22, á Argentínu. 13. janúar 2017 21:15