Einar Andri gerir upp leik Íslands: Stigið losar vonandi um stressið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2017 16:45 Íslenska vörnin var þétt fyrir í leiknum í dag. vísir/afp „Þetta var spennandi og skemmtilegur leikur að mörgu leyti en svekkjandi að ná ekki að klára hann.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í handbolta, um leik Íslands og Túnis í Metz í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli, 22-22. Íslenska liðið var tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-13, en náði svo góðum kafla í seinni hálfleik og var komið með undirtökin. En óðagot og mistök undir lokin gerðu það að verkum að Íslendingunum tókst ekki að innbyrða sigurinn. „Frammistaðan í seinni hálfleik hefði átt að duga til sigurs. Við spiluðum mjög vel þar og líka ágætlega í fyrri hálfleik. Við gerðum bara of mikið af einstaklingsmistökum, oft óþvinguð,“ sagði Einar Andri. Björgvin Páll Gústavsson náði sér ekki jafn vel á strik í fyrri hálfleik í þessum leik og í fyrstu tveimur leikjunum á HM og varði aðeins fjögur skot. Einar Andri kom markverðinum aðeins til varnar. „Hann fær á sig 13 mörk, þar af eru tvö sem eru skoruð yfir endilangan völlinn sem hann átti ekki möguleika í. Það voru kannski tveir boltar sem hann hefði átt að taka frá [Amine] Bannour. Bjöggi tók það sem hann átti að taka,“ sagði þjálfarinn. Geir Sveinsson skipti um markvörð í hálfleik og sú skipting breytti leiknum. Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á og varði helming þeirra skota sem hann fékk á sig.Frábær ákvörðun „Ég var spektískur á þessa ákvörðun því mér fannst Bjöggi ekkert vera úti á túni. En þetta var frábær ákvörðun,“ sagði Einar Andri sem hrósaði einnig Bjarka Má Gunnarssyni sem kom sterkur inn í íslensku vörnina sem hleypti aðeins 14 skotum á markið í seinni hálfleik. „Hann og Óli [Guðmunds] tengdu vel og Bjarki kom frábærlega inn. Vörnin var mjög þétt, líka þegar Arnar Freyr [Arnarsson] var inn á. Vörnin hefur heilt yfir verið mjög góð í mótinu og markvarslan líka. Við náðum líka upp frábærum hraðaupphlaupum í leiknum,“ bætti Einar Andri við en Ísland skoraði alls 10 mörk eftir hraðaupphlaup gegn Túnis.Hátt spennustig Íslenska liðið tapaði 13 boltum í leiknum, oft á mikilvægum augnablikum. Þá reyndust sjö brottvísanir Íslandi dýrar. Einar Andri segir það augljóst að spennustigið sé hátt. „Brottvísanir og fáránlegir tapaðir boltar ekki undir pressu eru dýrir. Þá fáum við á okkur auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og í undirtölu. Spennustigið er hátt og menn ná ekki fram sínu besta. Menn ætla sér svo mikið og leggja allt í þetta en vonandi losar stigið menn við stressið.“Getan er til staðar Þrátt fyrir að uppskera íslenska liðsins á HM til þessa sé aðeins eitt stig sér Einar Andri margt jákvætt við frammistöðuna. „Nú eru hraðaupphlaupin að detta inn. Við þurfum bara að ná réttu spennustigi í sóknarleiknum og þá er þetta allt á réttri leið. Getan er til staðar, strákarnir eru að fara í gang og við förum í 16-liða úrslit,“ sagði Einar Andri að lokum. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Ómar Ingi: Góðir og slæmir hlutir hjá mér Ómar Ingi Magnússon þreytti sína fyrstu alvöru frumraun á HM í dag. Það gekk upp og ofan hjá honum. Hann skoraði fín mörk og gerði sig einnig sekan um slæm mistök. 15. janúar 2017 16:12 Geir: Túnis er með öflugt lið "Það er afríkanskt yfirbragð af einhverju leyti á liði Túnis,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en drengirnir hans mæta sterku liði Túnis klukkan 13.45 í dag. 15. janúar 2017 12:04 Alexander: Langar stundum að vera með Járnmaðurinn Alexander Petersson er í borgaralegum klæðum í Metz og hann var að fá sér pylsu með fjölskyldunni er Vísir rakst á hann fyrir leik. 15. janúar 2017 13:29 Einkunnir strákanna okkar: Aron Rafn bestur Ísland er komið á blað á HM í Frakklandi eftir 22-22 jafntefli við Túnis í hörkuleik í Metz í dag. 15. janúar 2017 16:17 HM í dag: Óvænt víkingaklapp frá Túnisbúum Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Túnis á HM í dag og Túnisbúar koma mikið við sögu í þætti dagsins. 15. janúar 2017 09:47 Janus Daði: Hefði verið dauði að fá ekki neitt út úr þessum leik Janus Daði Smárason átti flotta innkomu í lið Íslands í jafnteflinu gegn Túnis á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:45 Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22 Rúnar brjálaður út í leikaraskap Túnismanna: Eins og einhver væri með rifil uppi í stúku „Við erum að fara hrikalega illa að ráðum okkar í þessum leik og gerusmst sekir um svakaleg mistök,“ segir Rúnar Kárason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:48 Bjarki Már: Komumst upp með ýmislegt í vörninni „Þetta var skemmtilegur leikur og við fengum heldur betur að berjast mikið í dag,“ segir Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:33 Umfjöllun: Ísland - Túnis 22-22 | Fyrsta stigið kom í háspennuleik Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. 15. janúar 2017 15:15 Faðir Arnars Freys: Strákurinn er búinn að massa sig upp „Maður er náttúrulega alveg gríðarlega stoltur af stráknum, hann kom mjög sterkur inn í fyrsta leik,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi og faðir línumannsins Arnars Freys sem sló í gegn í fyrsta leik Íslands á HM. 15. janúar 2017 11:25 Toumi: Berum virðingu fyrir íslenska liðinu "Mér fannst við ná að spila góðan leik. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur enda er Ísland með gott lið,“ sagði Túnisinn Amen Toumi eftir leikinn í dag. 15. janúar 2017 16:04 Aron: Veit ekki hvort ég bjargaði okkur Aron Rafn Eðvarðsson kom inn af krafti í íslenska liðið í kvöld gegn Túnis og varði sína fyrstu bolta á mótinu. Markvarsla hans í seinni hálfleik bjargaði oft miklu. 15. janúar 2017 16:23 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
„Þetta var spennandi og skemmtilegur leikur að mörgu leyti en svekkjandi að ná ekki að klára hann.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í handbolta, um leik Íslands og Túnis í Metz í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli, 22-22. Íslenska liðið var tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-13, en náði svo góðum kafla í seinni hálfleik og var komið með undirtökin. En óðagot og mistök undir lokin gerðu það að verkum að Íslendingunum tókst ekki að innbyrða sigurinn. „Frammistaðan í seinni hálfleik hefði átt að duga til sigurs. Við spiluðum mjög vel þar og líka ágætlega í fyrri hálfleik. Við gerðum bara of mikið af einstaklingsmistökum, oft óþvinguð,“ sagði Einar Andri. Björgvin Páll Gústavsson náði sér ekki jafn vel á strik í fyrri hálfleik í þessum leik og í fyrstu tveimur leikjunum á HM og varði aðeins fjögur skot. Einar Andri kom markverðinum aðeins til varnar. „Hann fær á sig 13 mörk, þar af eru tvö sem eru skoruð yfir endilangan völlinn sem hann átti ekki möguleika í. Það voru kannski tveir boltar sem hann hefði átt að taka frá [Amine] Bannour. Bjöggi tók það sem hann átti að taka,“ sagði þjálfarinn. Geir Sveinsson skipti um markvörð í hálfleik og sú skipting breytti leiknum. Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á og varði helming þeirra skota sem hann fékk á sig.Frábær ákvörðun „Ég var spektískur á þessa ákvörðun því mér fannst Bjöggi ekkert vera úti á túni. En þetta var frábær ákvörðun,“ sagði Einar Andri sem hrósaði einnig Bjarka Má Gunnarssyni sem kom sterkur inn í íslensku vörnina sem hleypti aðeins 14 skotum á markið í seinni hálfleik. „Hann og Óli [Guðmunds] tengdu vel og Bjarki kom frábærlega inn. Vörnin var mjög þétt, líka þegar Arnar Freyr [Arnarsson] var inn á. Vörnin hefur heilt yfir verið mjög góð í mótinu og markvarslan líka. Við náðum líka upp frábærum hraðaupphlaupum í leiknum,“ bætti Einar Andri við en Ísland skoraði alls 10 mörk eftir hraðaupphlaup gegn Túnis.Hátt spennustig Íslenska liðið tapaði 13 boltum í leiknum, oft á mikilvægum augnablikum. Þá reyndust sjö brottvísanir Íslandi dýrar. Einar Andri segir það augljóst að spennustigið sé hátt. „Brottvísanir og fáránlegir tapaðir boltar ekki undir pressu eru dýrir. Þá fáum við á okkur auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og í undirtölu. Spennustigið er hátt og menn ná ekki fram sínu besta. Menn ætla sér svo mikið og leggja allt í þetta en vonandi losar stigið menn við stressið.“Getan er til staðar Þrátt fyrir að uppskera íslenska liðsins á HM til þessa sé aðeins eitt stig sér Einar Andri margt jákvætt við frammistöðuna. „Nú eru hraðaupphlaupin að detta inn. Við þurfum bara að ná réttu spennustigi í sóknarleiknum og þá er þetta allt á réttri leið. Getan er til staðar, strákarnir eru að fara í gang og við förum í 16-liða úrslit,“ sagði Einar Andri að lokum.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Ómar Ingi: Góðir og slæmir hlutir hjá mér Ómar Ingi Magnússon þreytti sína fyrstu alvöru frumraun á HM í dag. Það gekk upp og ofan hjá honum. Hann skoraði fín mörk og gerði sig einnig sekan um slæm mistök. 15. janúar 2017 16:12 Geir: Túnis er með öflugt lið "Það er afríkanskt yfirbragð af einhverju leyti á liði Túnis,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en drengirnir hans mæta sterku liði Túnis klukkan 13.45 í dag. 15. janúar 2017 12:04 Alexander: Langar stundum að vera með Járnmaðurinn Alexander Petersson er í borgaralegum klæðum í Metz og hann var að fá sér pylsu með fjölskyldunni er Vísir rakst á hann fyrir leik. 15. janúar 2017 13:29 Einkunnir strákanna okkar: Aron Rafn bestur Ísland er komið á blað á HM í Frakklandi eftir 22-22 jafntefli við Túnis í hörkuleik í Metz í dag. 15. janúar 2017 16:17 HM í dag: Óvænt víkingaklapp frá Túnisbúum Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Túnis á HM í dag og Túnisbúar koma mikið við sögu í þætti dagsins. 15. janúar 2017 09:47 Janus Daði: Hefði verið dauði að fá ekki neitt út úr þessum leik Janus Daði Smárason átti flotta innkomu í lið Íslands í jafnteflinu gegn Túnis á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:45 Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22 Rúnar brjálaður út í leikaraskap Túnismanna: Eins og einhver væri með rifil uppi í stúku „Við erum að fara hrikalega illa að ráðum okkar í þessum leik og gerusmst sekir um svakaleg mistök,“ segir Rúnar Kárason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:48 Bjarki Már: Komumst upp með ýmislegt í vörninni „Þetta var skemmtilegur leikur og við fengum heldur betur að berjast mikið í dag,“ segir Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:33 Umfjöllun: Ísland - Túnis 22-22 | Fyrsta stigið kom í háspennuleik Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. 15. janúar 2017 15:15 Faðir Arnars Freys: Strákurinn er búinn að massa sig upp „Maður er náttúrulega alveg gríðarlega stoltur af stráknum, hann kom mjög sterkur inn í fyrsta leik,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi og faðir línumannsins Arnars Freys sem sló í gegn í fyrsta leik Íslands á HM. 15. janúar 2017 11:25 Toumi: Berum virðingu fyrir íslenska liðinu "Mér fannst við ná að spila góðan leik. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur enda er Ísland með gott lið,“ sagði Túnisinn Amen Toumi eftir leikinn í dag. 15. janúar 2017 16:04 Aron: Veit ekki hvort ég bjargaði okkur Aron Rafn Eðvarðsson kom inn af krafti í íslenska liðið í kvöld gegn Túnis og varði sína fyrstu bolta á mótinu. Markvarsla hans í seinni hálfleik bjargaði oft miklu. 15. janúar 2017 16:23 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Ómar Ingi: Góðir og slæmir hlutir hjá mér Ómar Ingi Magnússon þreytti sína fyrstu alvöru frumraun á HM í dag. Það gekk upp og ofan hjá honum. Hann skoraði fín mörk og gerði sig einnig sekan um slæm mistök. 15. janúar 2017 16:12
Geir: Túnis er með öflugt lið "Það er afríkanskt yfirbragð af einhverju leyti á liði Túnis,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en drengirnir hans mæta sterku liði Túnis klukkan 13.45 í dag. 15. janúar 2017 12:04
Alexander: Langar stundum að vera með Járnmaðurinn Alexander Petersson er í borgaralegum klæðum í Metz og hann var að fá sér pylsu með fjölskyldunni er Vísir rakst á hann fyrir leik. 15. janúar 2017 13:29
Einkunnir strákanna okkar: Aron Rafn bestur Ísland er komið á blað á HM í Frakklandi eftir 22-22 jafntefli við Túnis í hörkuleik í Metz í dag. 15. janúar 2017 16:17
HM í dag: Óvænt víkingaklapp frá Túnisbúum Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Túnis á HM í dag og Túnisbúar koma mikið við sögu í þætti dagsins. 15. janúar 2017 09:47
Janus Daði: Hefði verið dauði að fá ekki neitt út úr þessum leik Janus Daði Smárason átti flotta innkomu í lið Íslands í jafnteflinu gegn Túnis á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:45
Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22
Rúnar brjálaður út í leikaraskap Túnismanna: Eins og einhver væri með rifil uppi í stúku „Við erum að fara hrikalega illa að ráðum okkar í þessum leik og gerusmst sekir um svakaleg mistök,“ segir Rúnar Kárason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:48
Bjarki Már: Komumst upp með ýmislegt í vörninni „Þetta var skemmtilegur leikur og við fengum heldur betur að berjast mikið í dag,“ segir Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:33
Umfjöllun: Ísland - Túnis 22-22 | Fyrsta stigið kom í háspennuleik Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. 15. janúar 2017 15:15
Faðir Arnars Freys: Strákurinn er búinn að massa sig upp „Maður er náttúrulega alveg gríðarlega stoltur af stráknum, hann kom mjög sterkur inn í fyrsta leik,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi og faðir línumannsins Arnars Freys sem sló í gegn í fyrsta leik Íslands á HM. 15. janúar 2017 11:25
Toumi: Berum virðingu fyrir íslenska liðinu "Mér fannst við ná að spila góðan leik. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur enda er Ísland með gott lið,“ sagði Túnisinn Amen Toumi eftir leikinn í dag. 15. janúar 2017 16:04
Aron: Veit ekki hvort ég bjargaði okkur Aron Rafn Eðvarðsson kom inn af krafti í íslenska liðið í kvöld gegn Túnis og varði sína fyrstu bolta á mótinu. Markvarsla hans í seinni hálfleik bjargaði oft miklu. 15. janúar 2017 16:23