Öskjuhlíð verður ekki söm Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. janúar 2017 18:45 Tré verða felld í Öskjuhlíð til þess að tryggja aðflugslínu flugvéla sem fara um Reykjavíkurflugvöll. Grisjunin er hluti samkomulags sem Reykjavíkurborg gerði við Ríkið árið 2013. Undirbúningur er hafinn að því að grisja skóginn í Öskjuhlíð. Um 130 tré verða felld og ljóst að skógurinn kemur með að láta á sjá þegar trén verða fjarlægð. „Þetta verður allt önnur hlíð heldur hún er núna,“ segir Þröstur Ólafsson, formaður Skóræktarfélags Reykjavíkur. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar kemur fram að trén sem verð felld nái upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu Reykjavíkurflugvallar. Isavia setti fram kröfu um að skógurinn yrði grisjaður árið 2011 en var þá harðlega gagnrýnd af Skóræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin þá á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem undirritað var árið 2013 heimilaði borgin trjáfellingu í Öskjuhlíð. „Úr því að þeir eru byrjaðir á þessu núna, þá vaxa þau tré sem eftir eru áfram og eftir fjögur fimm ár þá þarf aftur að fara grisja ef að völlurinn á að vera áfram. Þannig að þetta er ekki bara núna þetta er áframhaldandi trjáfelling í Öskjuhlíð. Menn verða að átta sig á því að það tekur eitt tré sjötíu ár að verða svona hátt. Þetta eru svona sextíu til sjötíu ára gömul tré sem hér eru og það er auðveldara að fella tré heldur en að græða nýtt og láta það vaxa og gera það að fallegu útivistarsvæði. Þannig að þetta kemur ekki til með að ná sér aftur,“ segir Þröstur. Í ljósi umræðunnar um Reykjavíkurflugvöll á undanförnum misserum segir Þröstur ákveðin þversögn í samþykkt borgarinnar við að fella trén „Mér finnst þetta mjög skrýtið að vera gera auðveldara aðflugið hér að vellinum á sama tíma og borgarstjórn hefur margsinnis ítrekað vilja hennar til þess að fjarlægja þennan flugvöll og láta hann hverfa. Þannig að þarna er annars vegar verið að stíga skref að láta hann vera um leið og maður segir að það á að láta hann fara,“ segir Þröstur.Skýtur þetta ekki svolítið skökku við í ljósi þess að borgarstjórn og borgarstjóri vill helst fá flugvöllinn úr Vatnsmýrinni?„Jú ég skil mjög vel að fólki finnist eftirsjá af þessum trjám. Við hins vegar gerðum þetta samkomulag 2013 út frá því að á meðan völlurinn væri þarna að þá þurfum við auðvitað að gæta að fyllsta öryggi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að hluti trjáa sem verður felldur verður nýttur við byggingu Ásatrúarhofs í Öskjuhlíð. Þröstur segir hins vegar að erfitt verði fyrir verktaka að grisja skóginn. „Ég á eftir að sjá þá verktaka sem að hafa tæki til þess að gera þetta á þann hátt sem að útboðsgögnin segja til um,“ segir Þröstur. Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Tré verða felld í Öskjuhlíð til þess að tryggja aðflugslínu flugvéla sem fara um Reykjavíkurflugvöll. Grisjunin er hluti samkomulags sem Reykjavíkurborg gerði við Ríkið árið 2013. Undirbúningur er hafinn að því að grisja skóginn í Öskjuhlíð. Um 130 tré verða felld og ljóst að skógurinn kemur með að láta á sjá þegar trén verða fjarlægð. „Þetta verður allt önnur hlíð heldur hún er núna,“ segir Þröstur Ólafsson, formaður Skóræktarfélags Reykjavíkur. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar kemur fram að trén sem verð felld nái upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu Reykjavíkurflugvallar. Isavia setti fram kröfu um að skógurinn yrði grisjaður árið 2011 en var þá harðlega gagnrýnd af Skóræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin þá á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem undirritað var árið 2013 heimilaði borgin trjáfellingu í Öskjuhlíð. „Úr því að þeir eru byrjaðir á þessu núna, þá vaxa þau tré sem eftir eru áfram og eftir fjögur fimm ár þá þarf aftur að fara grisja ef að völlurinn á að vera áfram. Þannig að þetta er ekki bara núna þetta er áframhaldandi trjáfelling í Öskjuhlíð. Menn verða að átta sig á því að það tekur eitt tré sjötíu ár að verða svona hátt. Þetta eru svona sextíu til sjötíu ára gömul tré sem hér eru og það er auðveldara að fella tré heldur en að græða nýtt og láta það vaxa og gera það að fallegu útivistarsvæði. Þannig að þetta kemur ekki til með að ná sér aftur,“ segir Þröstur. Í ljósi umræðunnar um Reykjavíkurflugvöll á undanförnum misserum segir Þröstur ákveðin þversögn í samþykkt borgarinnar við að fella trén „Mér finnst þetta mjög skrýtið að vera gera auðveldara aðflugið hér að vellinum á sama tíma og borgarstjórn hefur margsinnis ítrekað vilja hennar til þess að fjarlægja þennan flugvöll og láta hann hverfa. Þannig að þarna er annars vegar verið að stíga skref að láta hann vera um leið og maður segir að það á að láta hann fara,“ segir Þröstur.Skýtur þetta ekki svolítið skökku við í ljósi þess að borgarstjórn og borgarstjóri vill helst fá flugvöllinn úr Vatnsmýrinni?„Jú ég skil mjög vel að fólki finnist eftirsjá af þessum trjám. Við hins vegar gerðum þetta samkomulag 2013 út frá því að á meðan völlurinn væri þarna að þá þurfum við auðvitað að gæta að fyllsta öryggi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að hluti trjáa sem verður felldur verður nýttur við byggingu Ásatrúarhofs í Öskjuhlíð. Þröstur segir hins vegar að erfitt verði fyrir verktaka að grisja skóginn. „Ég á eftir að sjá þá verktaka sem að hafa tæki til þess að gera þetta á þann hátt sem að útboðsgögnin segja til um,“ segir Þröstur.
Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00