Söguleg frumraun Alberts: Fjórði ættliðurinn sem spilar A-landsleik fyrir Ísland Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 15:45 Albert Guðmundsson er kannski framtíð íslenska landsliðsins. vísir/getty Albert Guðmundsson, 19 ára gamall leikmaður PSV Eindhoven í Hollandi, kom inn á sem varamaður á 90. mínútu þegar Ísland lagði Kína, 2-0, í Kínabikarnum í Nanning í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur Alberts sem á að baki í heildina 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var einn fjögurra nýliða sem fengu sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu í dag. Þessi fyrsti leikur Alberts er heldur betur sögulegur og þá sérstaklega fyrir fjölskyldu hans en óhætt er að segja að hann sé af miklum fótboltaættum. Hann varð í dag fjórði ættliðurinn í sinni fjölskyldu sem spilar A-landsleik fyrir íslenska landsliðið. Albert er sonur Kristbjargar Helgu Ingadóttur og Guðmundar Benediktssonar sem bæði spiluðu A-landsleiki fyrir Ísland. Móðir hans spilaði fjóra leiki frá 1996-1997 en Guðmundur spilaði tíu leiki og skoraði tvö mörk frá 1994-2001. Faðir Kristbjargar og afi Alberts er markavélin Ingi Björn Albertsson sem átti markametið í efstu deild áður en Tryggvi Guðmundsson hirti það af honum. Ingi Björn spilaði fimmtán A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði tvö mörk á árunum 1971-1979. Pabbi Inga Björns, afi Kristbjargar og langafi Alberts Guðmundssonar er alnafni hans, Albert Guðmundsson, fyrsti atvinnumaður Íslands í fótbolta. Sú mikla goðsögn spilaði sex landsleiki og skoraði tvö mörk á árunum 1946-1958. Albert er fæddur árið 1997 en hann fór til Heerenveen í Hollandi árið 2013 en var keyptur til PSV Eindhoven sumarið 2015 þar sem hann spilar nú með varaliði félagsins.Fjórir ættliðir í íslenska landsliðinu:Fyrstur: Albert Guðmundsson 6 A-landsleikir, 2 mörk frá 1946-1958Annar: Ingi Björn Albertsson 15 A-landsleikir, 2 mörk frá 1971-1979Þriðju: Kristbjörg Helga Ingadóttir 4 A-landsleikir, 0 mörk 1996 Guðmundur Benediktsson 10 A-landsleikir, 2 mörk frá 1994-2001Fjórði: Albert Guðmundsson 1 A-landsleikur 2017vísir/getty Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53 Aron: Fannst markvörðurinn eiga að verja þetta skot Aron Sigurðarson kom inn á sem varamaður á móti Kína og skoraði sitt annað landsliðsmark í öðrum landsleiknum. 10. janúar 2017 15:15 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Albert Guðmundsson, 19 ára gamall leikmaður PSV Eindhoven í Hollandi, kom inn á sem varamaður á 90. mínútu þegar Ísland lagði Kína, 2-0, í Kínabikarnum í Nanning í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur Alberts sem á að baki í heildina 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var einn fjögurra nýliða sem fengu sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu í dag. Þessi fyrsti leikur Alberts er heldur betur sögulegur og þá sérstaklega fyrir fjölskyldu hans en óhætt er að segja að hann sé af miklum fótboltaættum. Hann varð í dag fjórði ættliðurinn í sinni fjölskyldu sem spilar A-landsleik fyrir íslenska landsliðið. Albert er sonur Kristbjargar Helgu Ingadóttur og Guðmundar Benediktssonar sem bæði spiluðu A-landsleiki fyrir Ísland. Móðir hans spilaði fjóra leiki frá 1996-1997 en Guðmundur spilaði tíu leiki og skoraði tvö mörk frá 1994-2001. Faðir Kristbjargar og afi Alberts er markavélin Ingi Björn Albertsson sem átti markametið í efstu deild áður en Tryggvi Guðmundsson hirti það af honum. Ingi Björn spilaði fimmtán A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði tvö mörk á árunum 1971-1979. Pabbi Inga Björns, afi Kristbjargar og langafi Alberts Guðmundssonar er alnafni hans, Albert Guðmundsson, fyrsti atvinnumaður Íslands í fótbolta. Sú mikla goðsögn spilaði sex landsleiki og skoraði tvö mörk á árunum 1946-1958. Albert er fæddur árið 1997 en hann fór til Heerenveen í Hollandi árið 2013 en var keyptur til PSV Eindhoven sumarið 2015 þar sem hann spilar nú með varaliði félagsins.Fjórir ættliðir í íslenska landsliðinu:Fyrstur: Albert Guðmundsson 6 A-landsleikir, 2 mörk frá 1946-1958Annar: Ingi Björn Albertsson 15 A-landsleikir, 2 mörk frá 1971-1979Þriðju: Kristbjörg Helga Ingadóttir 4 A-landsleikir, 0 mörk 1996 Guðmundur Benediktsson 10 A-landsleikir, 2 mörk frá 1994-2001Fjórði: Albert Guðmundsson 1 A-landsleikur 2017vísir/getty
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53 Aron: Fannst markvörðurinn eiga að verja þetta skot Aron Sigurðarson kom inn á sem varamaður á móti Kína og skoraði sitt annað landsliðsmark í öðrum landsleiknum. 10. janúar 2017 15:15 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15
Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45
Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53
Aron: Fannst markvörðurinn eiga að verja þetta skot Aron Sigurðarson kom inn á sem varamaður á móti Kína og skoraði sitt annað landsliðsmark í öðrum landsleiknum. 10. janúar 2017 15:15
Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30