Sigríður Björk vill efla kynferðisbrotadeild og öryggi kvenna Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. janúar 2017 11:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið munu fara yfir atburði síðustu vikna og draga af þeim lærdóm og bæta úr þar sem hægt er að gera betur. „Í þessu sambandi þarf þó að hafa það í huga að ekki er ávallt samræmi á milli krafna sem gerðar eru til lögreglu og ávinnings af þeim,“ segir hún. „Lögreglan leitast að sjálfsögðu stöðugt við að bæta þjónustu sína, þá ekki síst í samræmi við samfélagslegar breytingar. Það á við nú eins og áður og munum við að sjálfsögðu skoða atburði síðustu vikna, draga af þeim lærdóm og leitast við að bæta úr þar sem við teljum hægt að gera betur. Í þessu sambandi þarf þó að hafa það í huga að ekki er ávallt samræmi á milli krafna sem gerðar eru til lögreglu og ávinnings af þeim. Þannig má vera að aukið og bætt myndavélakerfi sem vaktað er á ákveðnum tímum sólarhrings geri meira gagn en fjölgun lögreglumanna á götum miðborgarinnar. Þá má nefna að mikill meirihluti íbúa höfðuborgarsvæðisins telja sig örugga í sínu hverfi en þó eru færri sem telja sig örugga í miðborg Reykjavíkur. Þessu höfum við reynt að bregðast við með aukinni viðveru lögreglumanna á svæðinu og markvissara eftirliti á þeim tímum og þeim svæðum þar sem ofbeldisbrot eru tíðust,“ segir Sigríður Björk. Hún segir raddir kvenna og reynsla þeirra komi ekki á óvart en rætt var við fjölda kvenna í helgarblaði Fréttablaðsins sem vilja að samfélagið taki ábyrgð, bæti öryggi kvenna og ráðist verði að rótum kynbundins ofbeldis. „Þessar raddir kvenna og reynsla þeirra kemur ekki á óvart. Aukin þjónusta við þolendur hefur verið í forgangi. Lögreglan hefur unnið markvisst að því að efla aðstoð við fórnarlömb kynferðisbrota, t.d. er verið að setja á stofn þolendamiðstöð í Bjarkarhlíð þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er einn stofnenda og styrkja kynferðisbrotadeildina. Við hefðum viljað vera komin enn lengra með eflingu deildarinnar en unnið er að styrkingu hennar,“ segir Sigríður Björk sem segir kynbundið ofbeldi hafa fengið aukið vægi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með nýjum áherslum.Vísir/Kolbeinn Tumi„Í tengslum við heimilisofbeldi og þá höfum við sett á fót sérstakt verkefni sem felst í að finna og sinna ungmennum í vanda. Við viljum auðvitað allra helst fækka þessum brotum. Lögreglan gerir það þó ekki upp á sitt einsdæmi. Það er stundum talað um hugarfarsbreytingu en hugarfarsbreyting er ekki nóg, það þarf hugarfarsbyltingu. Það þarf fræðslu á öllum skólastigum og það þarf að breyta því hvernig talað er um konur og þær sýndar í fjölmiðlum o.s.frv. Við horfum líka til okkar sjálfra hér í lögreglunni. Það þurfa allir að byrja hjá sjálfum sér og við viljum vera leiðandi í að breyta viðhorfum til kvenna. Lögreglan er fyrirmynd og það er hlustað þegar hún tjáir sig. Það skiptir þess vegna máli að við notum þau tækifæri sem við fáum til að segja hátt og skýrt að brot sem þessi verða ekki liðin. Þá viljum við hvetja fólk til að leita til okkar og fá hjálp ef það upplifir ógnun.“ Hún segir það að upplifa sig öruggan grundvallarmannréttindi. „Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður. Við þurfum að tryggja að því verði öfugt farið og aðgerðir okkar í kjölfarið þurfa að fæla framtíðarbrotamenn frá því að láta til skarar skríða gegn konum. Fæling er samt ekki nóg. Fræðslan þarf að byrja fyrr og það þarf samstöðu fólks af báðum kynjum um að uppræta rótina að kynbundnu ofbeldi og kynferðisbrotum. Þetta er sú framtíð sem við viljum sjá og á að vera markmið okkar að verði. Þangað til munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að veita þolendum sem allra besta vernd og rannsaka öll brot til hlítar. Þetta er sú framtíð sem við viljum sjá og á að vera markmið okkar að verði. Þangað til munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að veita þolendum sem allra besta vernd og rannsaka öll brot til hlítar.“Sigríður Björk fékk í gærmorgun kynningu á kostnaði við að efla verulega eftirlitsbúnað lögreglunnar í miðborginni.Sigríður Björk fékk í gærmorgun kynningu á kostnaði við að efla verulega eftirlitsbúnað lögreglunnar í miðborginni. „Ég fékk kynningu á kostnaði við að efla verulega eftirlitsbúnað lögreglunnar í miðborginni. Það snýr að því hvernig við nýtum þær nýju öryggismyndavélar sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa í samstarfi við Neyðarlínuna en til þess þarf einnig að efla miðlægan búnað. Einnig eru uppi áætlanir um að fá fleiri inn í verkefni um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði en það tekur á lýsingu í kringum þá, frágangi eftirlitsmyndavéla og samstarfi við lögreglu. Ég mun eiga fund með borgarstjóra á mánudag til að ræða þessi mál. Ég veit að þau eru í forgangi þar sem og hjá dómsmálaráðuneytinu. Lögreglan hefur talað fyrir bættu samstarfi milli stofnana en líka almennings og félagasamtaka og það eru allir af vilja gerðir að leggja sitt af mörkum. Við finnum alls staðar fyrir miklum stuðningi til að takast á við þá meinsemd sem kynbundið ofbeldi er.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið munu fara yfir atburði síðustu vikna og draga af þeim lærdóm og bæta úr þar sem hægt er að gera betur. „Í þessu sambandi þarf þó að hafa það í huga að ekki er ávallt samræmi á milli krafna sem gerðar eru til lögreglu og ávinnings af þeim,“ segir hún. „Lögreglan leitast að sjálfsögðu stöðugt við að bæta þjónustu sína, þá ekki síst í samræmi við samfélagslegar breytingar. Það á við nú eins og áður og munum við að sjálfsögðu skoða atburði síðustu vikna, draga af þeim lærdóm og leitast við að bæta úr þar sem við teljum hægt að gera betur. Í þessu sambandi þarf þó að hafa það í huga að ekki er ávallt samræmi á milli krafna sem gerðar eru til lögreglu og ávinnings af þeim. Þannig má vera að aukið og bætt myndavélakerfi sem vaktað er á ákveðnum tímum sólarhrings geri meira gagn en fjölgun lögreglumanna á götum miðborgarinnar. Þá má nefna að mikill meirihluti íbúa höfðuborgarsvæðisins telja sig örugga í sínu hverfi en þó eru færri sem telja sig örugga í miðborg Reykjavíkur. Þessu höfum við reynt að bregðast við með aukinni viðveru lögreglumanna á svæðinu og markvissara eftirliti á þeim tímum og þeim svæðum þar sem ofbeldisbrot eru tíðust,“ segir Sigríður Björk. Hún segir raddir kvenna og reynsla þeirra komi ekki á óvart en rætt var við fjölda kvenna í helgarblaði Fréttablaðsins sem vilja að samfélagið taki ábyrgð, bæti öryggi kvenna og ráðist verði að rótum kynbundins ofbeldis. „Þessar raddir kvenna og reynsla þeirra kemur ekki á óvart. Aukin þjónusta við þolendur hefur verið í forgangi. Lögreglan hefur unnið markvisst að því að efla aðstoð við fórnarlömb kynferðisbrota, t.d. er verið að setja á stofn þolendamiðstöð í Bjarkarhlíð þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er einn stofnenda og styrkja kynferðisbrotadeildina. Við hefðum viljað vera komin enn lengra með eflingu deildarinnar en unnið er að styrkingu hennar,“ segir Sigríður Björk sem segir kynbundið ofbeldi hafa fengið aukið vægi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með nýjum áherslum.Vísir/Kolbeinn Tumi„Í tengslum við heimilisofbeldi og þá höfum við sett á fót sérstakt verkefni sem felst í að finna og sinna ungmennum í vanda. Við viljum auðvitað allra helst fækka þessum brotum. Lögreglan gerir það þó ekki upp á sitt einsdæmi. Það er stundum talað um hugarfarsbreytingu en hugarfarsbreyting er ekki nóg, það þarf hugarfarsbyltingu. Það þarf fræðslu á öllum skólastigum og það þarf að breyta því hvernig talað er um konur og þær sýndar í fjölmiðlum o.s.frv. Við horfum líka til okkar sjálfra hér í lögreglunni. Það þurfa allir að byrja hjá sjálfum sér og við viljum vera leiðandi í að breyta viðhorfum til kvenna. Lögreglan er fyrirmynd og það er hlustað þegar hún tjáir sig. Það skiptir þess vegna máli að við notum þau tækifæri sem við fáum til að segja hátt og skýrt að brot sem þessi verða ekki liðin. Þá viljum við hvetja fólk til að leita til okkar og fá hjálp ef það upplifir ógnun.“ Hún segir það að upplifa sig öruggan grundvallarmannréttindi. „Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður. Við þurfum að tryggja að því verði öfugt farið og aðgerðir okkar í kjölfarið þurfa að fæla framtíðarbrotamenn frá því að láta til skarar skríða gegn konum. Fæling er samt ekki nóg. Fræðslan þarf að byrja fyrr og það þarf samstöðu fólks af báðum kynjum um að uppræta rótina að kynbundnu ofbeldi og kynferðisbrotum. Þetta er sú framtíð sem við viljum sjá og á að vera markmið okkar að verði. Þangað til munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að veita þolendum sem allra besta vernd og rannsaka öll brot til hlítar. Þetta er sú framtíð sem við viljum sjá og á að vera markmið okkar að verði. Þangað til munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að veita þolendum sem allra besta vernd og rannsaka öll brot til hlítar.“Sigríður Björk fékk í gærmorgun kynningu á kostnaði við að efla verulega eftirlitsbúnað lögreglunnar í miðborginni.Sigríður Björk fékk í gærmorgun kynningu á kostnaði við að efla verulega eftirlitsbúnað lögreglunnar í miðborginni. „Ég fékk kynningu á kostnaði við að efla verulega eftirlitsbúnað lögreglunnar í miðborginni. Það snýr að því hvernig við nýtum þær nýju öryggismyndavélar sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa í samstarfi við Neyðarlínuna en til þess þarf einnig að efla miðlægan búnað. Einnig eru uppi áætlanir um að fá fleiri inn í verkefni um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði en það tekur á lýsingu í kringum þá, frágangi eftirlitsmyndavéla og samstarfi við lögreglu. Ég mun eiga fund með borgarstjóra á mánudag til að ræða þessi mál. Ég veit að þau eru í forgangi þar sem og hjá dómsmálaráðuneytinu. Lögreglan hefur talað fyrir bættu samstarfi milli stofnana en líka almennings og félagasamtaka og það eru allir af vilja gerðir að leggja sitt af mörkum. Við finnum alls staðar fyrir miklum stuðningi til að takast á við þá meinsemd sem kynbundið ofbeldi er.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira