Ruglið í Oxfam Guðmundur Edgarsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Oxfam-stofnunin birti á dögunum hina árlegu skýrslu sína um ójöfnuð og fátækt í heiminum. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að átta ríkustu menn heims eigi samanlagt meira en helmingur jarðarbúa. Hvað segir það okkur? Nákvæmlega ekkert eins og hér verður rakið.Hæpnir útreikningar Fyrst ber að nefna að útreikningar Oxfam byggja á nettóeignum fólks, þ.e. eignum að frádregnum skuldum. Út frá þeim mælikvarða má fá ótal furðulegar niðurstöður, t.d. þá að ef þú átt 250.000 kr. nettó, átt þú meira en helmingur jarðarbúa að meðaltali. Litla dóttir mín varð um daginn ríkari en tveir milljarðar jarðarbúa samanlagt við það eitt að áskotnast tvö þúsund kall í vasapening. Fjölmennur hópur íbúa heimsins á nefnilega engar fjárhagslegar eignir auk þess sem talsverður hópur fólks skuldar mikið. Og þótt áttmenningarnir eigi meira en helmingur mannkyns segir það ekkert um auðæfi þeirra sem hlutfall af heildareignum jarðarbúa. Samkvæmt Forbes er það hlutfall hverfandi lítið svo ástæðulaust er að óttast að Bill Gates og félagar séu á góðri leið með að sölsa allt undir sig.Lífsgæðajöfnuður eykst Þá er bagalegt að Oxfam byggir greiningu sína á þeirri mýtu að verðmætasköpun sé fasti, þ.e. að verði einn ríkur, þá verði annar óhjákvæmilega fátækari. Þetta er vitleysa því að jafnaði bæta viðskipti hag allra, sérstaklega í formi aukinna lífsgæða, þótt sumir verði ríkari en aðrir. Sem dæmi eiga flestir þvottavél, bíl og tölvu í dag sem áður fyrr var einungis á færi þeirra efnameiri. Mun fleiri geta nú ferðast til útlanda svo annað dæmi sé tekið. Synd er að Oxfam minnist ekki einu orði á þetta lögmál markaðsfrelsis og gerir lítið með þá staðreynd að sárafátækum í heiminum hefur fækkað verulega undanfarin ár. Engu að síður er það áhyggjuefni að um tíundi hver einstaklingur býr við mikla fátækt en það verður ekki leyst með því að gera hina ríku fátækari heldur hina fátæku ríkari. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Oxfam-stofnunin birti á dögunum hina árlegu skýrslu sína um ójöfnuð og fátækt í heiminum. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að átta ríkustu menn heims eigi samanlagt meira en helmingur jarðarbúa. Hvað segir það okkur? Nákvæmlega ekkert eins og hér verður rakið.Hæpnir útreikningar Fyrst ber að nefna að útreikningar Oxfam byggja á nettóeignum fólks, þ.e. eignum að frádregnum skuldum. Út frá þeim mælikvarða má fá ótal furðulegar niðurstöður, t.d. þá að ef þú átt 250.000 kr. nettó, átt þú meira en helmingur jarðarbúa að meðaltali. Litla dóttir mín varð um daginn ríkari en tveir milljarðar jarðarbúa samanlagt við það eitt að áskotnast tvö þúsund kall í vasapening. Fjölmennur hópur íbúa heimsins á nefnilega engar fjárhagslegar eignir auk þess sem talsverður hópur fólks skuldar mikið. Og þótt áttmenningarnir eigi meira en helmingur mannkyns segir það ekkert um auðæfi þeirra sem hlutfall af heildareignum jarðarbúa. Samkvæmt Forbes er það hlutfall hverfandi lítið svo ástæðulaust er að óttast að Bill Gates og félagar séu á góðri leið með að sölsa allt undir sig.Lífsgæðajöfnuður eykst Þá er bagalegt að Oxfam byggir greiningu sína á þeirri mýtu að verðmætasköpun sé fasti, þ.e. að verði einn ríkur, þá verði annar óhjákvæmilega fátækari. Þetta er vitleysa því að jafnaði bæta viðskipti hag allra, sérstaklega í formi aukinna lífsgæða, þótt sumir verði ríkari en aðrir. Sem dæmi eiga flestir þvottavél, bíl og tölvu í dag sem áður fyrr var einungis á færi þeirra efnameiri. Mun fleiri geta nú ferðast til útlanda svo annað dæmi sé tekið. Synd er að Oxfam minnist ekki einu orði á þetta lögmál markaðsfrelsis og gerir lítið með þá staðreynd að sárafátækum í heiminum hefur fækkað verulega undanfarin ár. Engu að síður er það áhyggjuefni að um tíundi hver einstaklingur býr við mikla fátækt en það verður ekki leyst með því að gera hina ríku fátækari heldur hina fátæku ríkari. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar