Óli Björn segir Bjarna Ben hafa sýnt af sér klaufaskap Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2017 19:04 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið klaufaskapur hjá Bjarna Benediktssyni að birta ekki skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fyrir kosningar. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna voru meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Þar voru þau meðal annars spurð út í skoðun þeirra á því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafnaði boði efnahags og viðskiptanefndar Alþingis um að mæta á fund nefndarinnar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum en Óli Björn er varaformaður nefndarinnar.Var það rétt ákvörðun að þínu mati hjá Bjarna að mæta ekki?„Já, já það þjónaði engum tilgangi að fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra hefði mætt á þann fund. Það hefði ekki skilað neinu,“ sagði Óli Björn.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánSkýrslan um aflandsfélögin var tilbúin all nokkru fyrir kosningar en Bjarni gerði hana ekki opinbera fyrr en nokkru eftir kosningar. Óli Björn sagði Bjarna væri búinn að svara fyrir málið í fjölmiðlum og þingmenn gætu rætt við forsætisráðherra á Alþingi.En hvað finnst þér um það að hann hafi ekki skilað þessari skýrslu?„Ég held að það hafi verið fremur klaufaskapur að gera það. En það er nú ekki í fyrsta skipti sem starfshópar skila skýrslum.“Ég á við að hún skyldi ekki hafa verið gerð opinber strax strax?„Ég skil hvað þú átt við, ég er að segja það,“ sagði Óli Björn. Rósa Björk segir óklókt hjá forsætisráðherra að mæta ekki fyrir þingnefndina. „Þetta bætist við það að skýrslan, hann ákvað að leyna henni fram yfir kosningar. Sem er líka í besta falli óklókt og þegar verið er að tala um klaufaskap; þetta hefur ekkert með klaufaskap að gera. Þetta var í raun og veru gjörð Bjarna Benediktssonar til að leyna almenning upplýsingum,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Víglínuna í heild sinni má sjá hér að ofan. Alþingi Víglínan Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið klaufaskapur hjá Bjarna Benediktssyni að birta ekki skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fyrir kosningar. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna voru meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Þar voru þau meðal annars spurð út í skoðun þeirra á því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafnaði boði efnahags og viðskiptanefndar Alþingis um að mæta á fund nefndarinnar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum en Óli Björn er varaformaður nefndarinnar.Var það rétt ákvörðun að þínu mati hjá Bjarna að mæta ekki?„Já, já það þjónaði engum tilgangi að fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra hefði mætt á þann fund. Það hefði ekki skilað neinu,“ sagði Óli Björn.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánSkýrslan um aflandsfélögin var tilbúin all nokkru fyrir kosningar en Bjarni gerði hana ekki opinbera fyrr en nokkru eftir kosningar. Óli Björn sagði Bjarna væri búinn að svara fyrir málið í fjölmiðlum og þingmenn gætu rætt við forsætisráðherra á Alþingi.En hvað finnst þér um það að hann hafi ekki skilað þessari skýrslu?„Ég held að það hafi verið fremur klaufaskapur að gera það. En það er nú ekki í fyrsta skipti sem starfshópar skila skýrslum.“Ég á við að hún skyldi ekki hafa verið gerð opinber strax strax?„Ég skil hvað þú átt við, ég er að segja það,“ sagði Óli Björn. Rósa Björk segir óklókt hjá forsætisráðherra að mæta ekki fyrir þingnefndina. „Þetta bætist við það að skýrslan, hann ákvað að leyna henni fram yfir kosningar. Sem er líka í besta falli óklókt og þegar verið er að tala um klaufaskap; þetta hefur ekkert með klaufaskap að gera. Þetta var í raun og veru gjörð Bjarna Benediktssonar til að leyna almenning upplýsingum,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Víglínuna í heild sinni má sjá hér að ofan.
Alþingi Víglínan Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira