Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 18:16 Björgunarsveitarfólk að störfum í dag. Björgunarsveitarfólk hefur lokið leit á rúmlega helmingi þess svæðis sem kortlagt var fyrir leitina að Birnu Brjánsdóttur um helgina. Þá hefur Landsbjörg lokið helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem lagt var upp með að klára um helgina. Björgunarsveitarfólk stendur enn í leitaraðgerðum en gert er ráð fyrir að aðgerðum dagsins ljúki klukkan átta í kvöld. Þetta segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Leitaraðgerðir um helgina eru þær umfangsmestu í sögu Landsbjargar en alls hafa 500 manns tekið þátt í leitinni í dag. Lagt er áherslu á að leita um helgina á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og á öllum Reykjanesskaganum. Notast hefur verið við bíla, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól við leitina en björgunarsveitin stefndi á að leysa um 2000 verkefni um helgina. Í dag var áhersla á leit á Reykjanesskaganum, á svæði fyrir ofan Hafnarfjörð og á Bláfjallasvæðinu. Að sögn Þorsteins hafa björgunarsveitarnar leitað hundrað metra sitt hvoru megin við alla vegaslóða á þessum svæðum „Við höfum lokið rúmlega helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem úthlutað var fyrir helgina, við erum þá búin með rúmlega helming þess svæðis sem við ætluðum okkur að leita á“ segir Þorsteinn sem segir að leitin nái þó ekki til svæðisins sem er handan Hvalfjarðarganga, þar sem ekkert bendi til þess að KIA Ryo bílnum hafi verið ekið þangað.Endurmeta stöðuna á morgun ef engar vísbendingar finnastÞorsteinn segir að í dag hafi ekki fundist vísbendingar sem tengjast hvarfi Birnu. „Við höfum fundið töluvert magn af ýmsum hlutum í dag, sem lögreglan hefur komið og skoðað en ekkert af þeim tengjast málinu.“ Spurður um framhald leitarinnar segir Þorsteinn að leit verði haldið áfram á morgun og gert er ráð fyrir því að afgangur þeirra verkefna sem eftir eru á leitarsvæðinu verði kláraður á morgun. „Þessi verkefni koma til með að klárast á morgun og ef ekkert finnst og engar vísbendingar koma fram sem tengjast málinu verður staðan endurmetin.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir nokkuð erfiðar veðuraðstæður á leitarsvæði í dag sé engan bilbug að finna á leitarfólki og verður leit haldið áfram klukkan átta í fyrramálið. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Björgunarsveitarfólk hefur lokið leit á rúmlega helmingi þess svæðis sem kortlagt var fyrir leitina að Birnu Brjánsdóttur um helgina. Þá hefur Landsbjörg lokið helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem lagt var upp með að klára um helgina. Björgunarsveitarfólk stendur enn í leitaraðgerðum en gert er ráð fyrir að aðgerðum dagsins ljúki klukkan átta í kvöld. Þetta segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Leitaraðgerðir um helgina eru þær umfangsmestu í sögu Landsbjargar en alls hafa 500 manns tekið þátt í leitinni í dag. Lagt er áherslu á að leita um helgina á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og á öllum Reykjanesskaganum. Notast hefur verið við bíla, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól við leitina en björgunarsveitin stefndi á að leysa um 2000 verkefni um helgina. Í dag var áhersla á leit á Reykjanesskaganum, á svæði fyrir ofan Hafnarfjörð og á Bláfjallasvæðinu. Að sögn Þorsteins hafa björgunarsveitarnar leitað hundrað metra sitt hvoru megin við alla vegaslóða á þessum svæðum „Við höfum lokið rúmlega helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem úthlutað var fyrir helgina, við erum þá búin með rúmlega helming þess svæðis sem við ætluðum okkur að leita á“ segir Þorsteinn sem segir að leitin nái þó ekki til svæðisins sem er handan Hvalfjarðarganga, þar sem ekkert bendi til þess að KIA Ryo bílnum hafi verið ekið þangað.Endurmeta stöðuna á morgun ef engar vísbendingar finnastÞorsteinn segir að í dag hafi ekki fundist vísbendingar sem tengjast hvarfi Birnu. „Við höfum fundið töluvert magn af ýmsum hlutum í dag, sem lögreglan hefur komið og skoðað en ekkert af þeim tengjast málinu.“ Spurður um framhald leitarinnar segir Þorsteinn að leit verði haldið áfram á morgun og gert er ráð fyrir því að afgangur þeirra verkefna sem eftir eru á leitarsvæðinu verði kláraður á morgun. „Þessi verkefni koma til með að klárast á morgun og ef ekkert finnst og engar vísbendingar koma fram sem tengjast málinu verður staðan endurmetin.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir nokkuð erfiðar veðuraðstæður á leitarsvæði í dag sé engan bilbug að finna á leitarfólki og verður leit haldið áfram klukkan átta í fyrramálið.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11
Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00