Mennirnir hafa verið færðir á Litla-Hraun nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 23:15 Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í héraðsdómi í gær. vísir/anton brink Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hafa verið færðir á Litla-Hraun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Mennirnir tveir eru skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq en þeir voru handteknir á miðvikudaginn var og úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í héraðsdómi í gær. Mönnunum var haldið í einangrun í húsakynnum lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu fyrst um sinn en ástæðan fyrir því var að lögreglan vildi hafa þá nálægt sér vegna yfirvofandi yfirheyrslna. „Við vildum tala við þá nokkuð ört til að byrja með og þess vegna töldum við að þörf væri á að hafa þá hér [á lögreglustöðinni]. Það er hins vegar ekki viðunandi aðstaða að hafa menn hér í gæsluvarðhaldi, það verður bara að viðurkennast,“ segir Grímur og bætir við að aðstæðurnar á Litla-Hrauni séu betri.Vísir greindi frá því í gær að aðstaðan fyrir gæsluvarðhaldsfanga á lögreglustöðinni væri vart boðleg. Að sögn Gríms verða mennirnir áfram í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni en gæsluvarðhaldsfangar eru yfirleitt vistaðir þar. Grímur reiknar ekki með að halda yfirheyrslum áfram um helgina. „Ef eitthvað nýtt kemur upp þá stökkvum við hins vegar til. Við munum halda áfram að vinna úr gögnum og flétta málið,“ segir hann. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Við finnum fyrir pressu frá samfélaginu og við setjum pressu á okkur sjálf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir lögreglu nú vinna að því að kortleggja ferðir rauðs Kia Rio bíls sem skipverjar Polar Nanoq voru með á leigu síðastliðna helgi. 20. janúar 2017 13:18 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. 20. janúar 2017 19:21 Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45 Greining á lífsýni í algjörum forgangi Yfirheyrslum á mönnunum sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur er lokið í dag. Játning í málinu liggur ekki fyrir. 20. janúar 2017 21:56 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hafa verið færðir á Litla-Hraun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Mennirnir tveir eru skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq en þeir voru handteknir á miðvikudaginn var og úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í héraðsdómi í gær. Mönnunum var haldið í einangrun í húsakynnum lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu fyrst um sinn en ástæðan fyrir því var að lögreglan vildi hafa þá nálægt sér vegna yfirvofandi yfirheyrslna. „Við vildum tala við þá nokkuð ört til að byrja með og þess vegna töldum við að þörf væri á að hafa þá hér [á lögreglustöðinni]. Það er hins vegar ekki viðunandi aðstaða að hafa menn hér í gæsluvarðhaldi, það verður bara að viðurkennast,“ segir Grímur og bætir við að aðstæðurnar á Litla-Hrauni séu betri.Vísir greindi frá því í gær að aðstaðan fyrir gæsluvarðhaldsfanga á lögreglustöðinni væri vart boðleg. Að sögn Gríms verða mennirnir áfram í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni en gæsluvarðhaldsfangar eru yfirleitt vistaðir þar. Grímur reiknar ekki með að halda yfirheyrslum áfram um helgina. „Ef eitthvað nýtt kemur upp þá stökkvum við hins vegar til. Við munum halda áfram að vinna úr gögnum og flétta málið,“ segir hann.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Við finnum fyrir pressu frá samfélaginu og við setjum pressu á okkur sjálf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir lögreglu nú vinna að því að kortleggja ferðir rauðs Kia Rio bíls sem skipverjar Polar Nanoq voru með á leigu síðastliðna helgi. 20. janúar 2017 13:18 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. 20. janúar 2017 19:21 Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45 Greining á lífsýni í algjörum forgangi Yfirheyrslum á mönnunum sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur er lokið í dag. Játning í málinu liggur ekki fyrir. 20. janúar 2017 21:56 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Við finnum fyrir pressu frá samfélaginu og við setjum pressu á okkur sjálf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir lögreglu nú vinna að því að kortleggja ferðir rauðs Kia Rio bíls sem skipverjar Polar Nanoq voru með á leigu síðastliðna helgi. 20. janúar 2017 13:18
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16
Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. 20. janúar 2017 19:21
Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45
Greining á lífsýni í algjörum forgangi Yfirheyrslum á mönnunum sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur er lokið í dag. Játning í málinu liggur ekki fyrir. 20. janúar 2017 21:56