Hæstiréttur hafnaði ráðgefandi áliti í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Þorbjörn Þórðarson. skrifar 20. janúar 2017 13:38 Verjendur í Glitnismálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur telur ekki tilefni til að óska eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun vegna ákæru á hendur fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Glitnis banka. Verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis óskuðu eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun. Verjendur í málínu töldu nauðsynlegt að fá fram skýringar á þessu þar sem ákvæði um markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti sem stjórnendur og starfsmenn Glitnis eru ákærðir fyrir að hafa brotið byggir á umræddri tilskipun ESB. Í málinu eru ákærðir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis banka og þrír fyrrverandi starfsmenn bankans þeir Jóhannes Baldursson, Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson. Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding, eins hinna ákærðu, sagði þegar Héraðsdómur Reykjavíkur fjalaði um kröfuna að möguleikar Lárusar á því að fá álit EFTA-dómstólsins á umræddri tilskipun væru hluti af rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar á grundvelli 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu. Verjendur vísuðu líka í 3. gr. EES-samningsins en þar segir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Ákæruvaldið fór fram á að kröfu um ráðgefandi álit yrði hafnað þar sem það lægju fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar um lögskýringu á markaðsmisnotkun Verjendur töldu að ekki væri hægt að byggja á eldri málum þar sem þeir hefðu rökstutt kröfu um ráðgefandi álit á öðrum málstæðum en fjallað var um í eeldri sakamálum þar sem ákært var fyrir markaðsmisnotkun. Hæstiréttur hafnar því að afla ráðgefandi álits með vísan til dómafordæma með svofelldum rökstuðningi: „Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði hefur Hæstiréttur í tveimur dómum, 4. febrúar 2016 í máli nr. 842/2014 og 6. október sama ár í máli nr. 498/2015, tekið afstöðu til þeirra álitaefna, sem varnaraðilar óska eftir að leitað verði ráðgefandi álits á frá EFTA-dómstólnum. Hæstiréttur hefur í fjölda dóma hafnað því að leita ráðgefandi álits á grundvelli laga nr. 21/1994 ef rétturinn hefur í fyrri úrlausnum sínum þegar tekið afstöðu til þeirra álitaefna, sem beiðni um ráðgefandi álit hefur lotið að, sbr. til dæmis dóm frá 3. september 2002 í máli nr. 291/2002, dóm frá 30. nóvember 2012 í máli nr. 669/2012 og dóm frá 24. janúar 2013 í máli nr. 10/2013.“ Við málflutning vegna kröfu um að leitað skyldi ráðgefandi álits taldi einn verjenda að sækjandi í málinu hefði staðhæft að verjandanum væri uppsigað við Hæstarétt og að verjandinn hafi viðhaft ,,ómaklegar og ómerkilegar árásir á Hæstarétt.“ Gerði verjandinn kröfu um að sækjandi yrði dæmdur í réttarfarssekt fyrir þessi ummæli sín. Í lögum um meðferð sakamál kemur fram að dómari ákveði sektir af sjálfsdáðum og að þær skuli rénna í ríkissjóð. Í dómi Hæstaréttar vísað sé til þess að fjallað sé um réttarfarssektir í efnisdómi málsins þegar hann verður kveðinn upp og var því kröfu um réttarfarssekt vísað frá Hæstarétti. Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Hæstiréttur telur ekki tilefni til að óska eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun vegna ákæru á hendur fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Glitnis banka. Verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis óskuðu eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun. Verjendur í málínu töldu nauðsynlegt að fá fram skýringar á þessu þar sem ákvæði um markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti sem stjórnendur og starfsmenn Glitnis eru ákærðir fyrir að hafa brotið byggir á umræddri tilskipun ESB. Í málinu eru ákærðir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis banka og þrír fyrrverandi starfsmenn bankans þeir Jóhannes Baldursson, Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson. Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding, eins hinna ákærðu, sagði þegar Héraðsdómur Reykjavíkur fjalaði um kröfuna að möguleikar Lárusar á því að fá álit EFTA-dómstólsins á umræddri tilskipun væru hluti af rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar á grundvelli 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu. Verjendur vísuðu líka í 3. gr. EES-samningsins en þar segir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Ákæruvaldið fór fram á að kröfu um ráðgefandi álit yrði hafnað þar sem það lægju fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar um lögskýringu á markaðsmisnotkun Verjendur töldu að ekki væri hægt að byggja á eldri málum þar sem þeir hefðu rökstutt kröfu um ráðgefandi álit á öðrum málstæðum en fjallað var um í eeldri sakamálum þar sem ákært var fyrir markaðsmisnotkun. Hæstiréttur hafnar því að afla ráðgefandi álits með vísan til dómafordæma með svofelldum rökstuðningi: „Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði hefur Hæstiréttur í tveimur dómum, 4. febrúar 2016 í máli nr. 842/2014 og 6. október sama ár í máli nr. 498/2015, tekið afstöðu til þeirra álitaefna, sem varnaraðilar óska eftir að leitað verði ráðgefandi álits á frá EFTA-dómstólnum. Hæstiréttur hefur í fjölda dóma hafnað því að leita ráðgefandi álits á grundvelli laga nr. 21/1994 ef rétturinn hefur í fyrri úrlausnum sínum þegar tekið afstöðu til þeirra álitaefna, sem beiðni um ráðgefandi álit hefur lotið að, sbr. til dæmis dóm frá 3. september 2002 í máli nr. 291/2002, dóm frá 30. nóvember 2012 í máli nr. 669/2012 og dóm frá 24. janúar 2013 í máli nr. 10/2013.“ Við málflutning vegna kröfu um að leitað skyldi ráðgefandi álits taldi einn verjenda að sækjandi í málinu hefði staðhæft að verjandanum væri uppsigað við Hæstarétt og að verjandinn hafi viðhaft ,,ómaklegar og ómerkilegar árásir á Hæstarétt.“ Gerði verjandinn kröfu um að sækjandi yrði dæmdur í réttarfarssekt fyrir þessi ummæli sín. Í lögum um meðferð sakamál kemur fram að dómari ákveði sektir af sjálfsdáðum og að þær skuli rénna í ríkissjóð. Í dómi Hæstaréttar vísað sé til þess að fjallað sé um réttarfarssektir í efnisdómi málsins þegar hann verður kveðinn upp og var því kröfu um réttarfarssekt vísað frá Hæstarétti.
Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira