Fótbolti

Kári: Þetta er skrítinn heimur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári varð sænskur meistari með Malmö í fyrra.
Kári varð sænskur meistari með Malmö í fyrra. vísir/getty
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason genginn í raðir Omonia Nicosia á Kýpur frá sænska meistaraliðinu Malmö.

Kári segist hafa átt ýmsa möguleika í stöðunni en honum hafi þótt Omonia spennandi kostur.

„Það voru önnur lið sem höfðu áhuga en ég held að þetta hafi verið rétt niðurstaða,“ sagði Kári í samtali við Vísi nú rétt í þessu.

Aðspurður um viðskilnaðinn við Malmö sagði Kári að „ákveðið mál“ hefði komið upp. Hann vildi þó ekki tjá sig nánar um það.

„Þetta er skrítinn heimur og erfitt að útskýra hann. Stundum skil ég þetta ekki sjálfur þótt maður sé í miðjunni á þessu,“ sagði Kári sem gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Omonia þegar liðið mætir Aris á sunnudaginn.

Nánar verður rætt við Kára í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Kári til Kýpur

Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er genginn í raðir Omonia Nicosia á Kýpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×