Harvey Weinstein rekinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2017 23:50 Harvey Weinstein hefur verið vikið úr starfi vegna ósæmilegrar hegðunar. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein hefur verið vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company. Þetta gerist í skugga ásakana fjölda kvenna um kynferðislegt áreiti en fréttaflutningur af því í New York Times þann fimmta október varð til þess að Weinstein fann sig knúinn til þess að taka sér leyfi frá störfum um óákveðinn tíma. Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins er sagt frá aðdraganda þess að reka þurfti kvikmyndaframleiðandann. Í henni segir að í ljósi upplýsinga um ósæmilega hegðun Weinsteins hafi sú ákvörðun verið tekin að reka Weinstein. Uppsögnin taki gildi þegar í stað. Frá þessu greinir fréttastofa CNBC. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í umfjöllun New York Times kom fram að leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan og fyrrverandi aðstoðarkona hans og starfsmenn fyrirtækisins saka Weinstein um kynferðislega áreitni í þeirra garð. Í umfjöllun New York Times segja konurnar frá því að Weinstein hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu. Hann hafi staðið fyrir framan þær nakinn og krafist þess að þær yrðu viðstaddar þegar hann færi í sturtu og farið fram á nudd frá þeim og boðist til þess að nudda þær. Í fréttinni kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein spanni yfir þrjá áratugi. Weinstein hefur fram að þessu verið andlit fyrirtækisins. Á neyðarfundi sem haldinn var sama kvöld og fréttin birtist í New York Times var stungið upp á því að Bob Weinstein, bróðir Harveys sem hefur haldið sig utan sviðsljóssins, og David Glasser tækju yfir stjórn fyrirtækisins. Weinstein bræðurnir stofnuðu The Weinstein Company eftir þeir yfirgáfu Miramax árið 2005. Miramax var stofnað árið 1979 og átti mikilli velgengni að fagna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. The Weinstein Company hefur einnig notið velgengni með Óskarsverðlaunamyndir á borð við The King‘s Speech og The Artist. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein hefur verið vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company. Þetta gerist í skugga ásakana fjölda kvenna um kynferðislegt áreiti en fréttaflutningur af því í New York Times þann fimmta október varð til þess að Weinstein fann sig knúinn til þess að taka sér leyfi frá störfum um óákveðinn tíma. Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins er sagt frá aðdraganda þess að reka þurfti kvikmyndaframleiðandann. Í henni segir að í ljósi upplýsinga um ósæmilega hegðun Weinsteins hafi sú ákvörðun verið tekin að reka Weinstein. Uppsögnin taki gildi þegar í stað. Frá þessu greinir fréttastofa CNBC. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í umfjöllun New York Times kom fram að leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan og fyrrverandi aðstoðarkona hans og starfsmenn fyrirtækisins saka Weinstein um kynferðislega áreitni í þeirra garð. Í umfjöllun New York Times segja konurnar frá því að Weinstein hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu. Hann hafi staðið fyrir framan þær nakinn og krafist þess að þær yrðu viðstaddar þegar hann færi í sturtu og farið fram á nudd frá þeim og boðist til þess að nudda þær. Í fréttinni kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein spanni yfir þrjá áratugi. Weinstein hefur fram að þessu verið andlit fyrirtækisins. Á neyðarfundi sem haldinn var sama kvöld og fréttin birtist í New York Times var stungið upp á því að Bob Weinstein, bróðir Harveys sem hefur haldið sig utan sviðsljóssins, og David Glasser tækju yfir stjórn fyrirtækisins. Weinstein bræðurnir stofnuðu The Weinstein Company eftir þeir yfirgáfu Miramax árið 2005. Miramax var stofnað árið 1979 og átti mikilli velgengni að fagna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. The Weinstein Company hefur einnig notið velgengni með Óskarsverðlaunamyndir á borð við The King‘s Speech og The Artist.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Sjá meira
Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30
Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49
Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08