Fótbolti

Collymore í Fífunni og Laugardal | Myndbönd

Collymore er staddur hér á landi.
Collymore er staddur hér á landi. vísir/getty
Stan Collymore, fyrrverandi framherji Liverpool og sparkspekingur, er nú hér á landi með myndatökumann með sér og vinnur að öllum líkindum að þætti um íslenska ævintýrið í þáttinn sinn, Stan Collymore show, sem sýndur er á RT sjónvarpsstöðinni.

Collymore var mættur í Fífuna í morgun þar sem hann myndaði æfingar hjá Breiðablik, en hann virkar afar hrifinn af íslenska módelinu.

Þessi fyrrum hörkuframherji ræddi meðal annars við þjálfara Breiðabliks og leikmenn, en innslagið má sjá hér að neðan.

Collymore dreif sig svo niður á Laugardalsvöll þar sem hann var mættur á æfinguna hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu sem mætir Kósóvó í mikilvægum leik á morgun.

Þessi enski framherji ætlar líklega að vera viðstaddur þegar Ísland tryggir sér sæti á HM, en strákarnir tryggja sér farseðilinn til Rússlands með sigri gegn Kósóvó á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×