Starfsmenn OptiBac búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu á sviði góðgerla og er einn þeirra á landinu sem stendur. Hann heitir Miguel Rodrigues og er næringarfræðingur að mennt. „Við erum afar ánægð með að hafa fengið hann í heimsókn,“ segir Signý Skúladóttir, markaðsstjóri Heilsu ehf., en Miguel verður með ráðgjöf í Lyfju á Smáratorgi í dag frá kl. 13 til 17 og í Heilsuhúsinu í Kringlunni á miðvikudag frá kl 13 til 17. Boðið verður upp á 20 prósent afslátt af OptiBac vörum á meðan á kynningunni stendur.

Hún segir OptiBac byggja á vel rannsökuðum sérvöldum vinveittum bakteríum sem þola magasýrur og sölt til að komast lifandi í smáþarmana en þar hafa þær einstaka virkni og hæfni til að setjast að á réttum stað. Að sögn Signýjar eru OptiBac góðgerlarnir á meðal mest rannsökuðu góðgerla sem finnast og fjölmargar klínískar rannsóknir liggja þar að baki. Hún segir leiðarljós fyrirtækisins ávallt gæði umfram magn og hvetur áhugasama til að líta við í Lyfju á Smáratorgi og leita ráða hjá Miguel. „Þetta er frábært tækifæri sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara.“
Miguel verður með ráðgjöf í dag, mánudag, í Lyfju á Smáratorgi frá kl. 13.00 til kl. 17.00. Á miðvikudag verður hann með kynningu í Heilsuhúsinu í Kringlunni frá kl. 13.00 til kl. 17.00.