Erlent

Der Spiegel ver forsíðuna sem sýnir Trump afhöfða frelsisstyttuna: "Við erum málsvarar lýðræðisins“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Forsíðumyndin alræmda.
Forsíðumyndin alræmda. Vísir / skjáskot
Ritstjóri þýska vikublaðsins Der Spiegel, Klaus Brinkbaeumer, hefur varið umdeilda forsíðu blaðsins, sem sýnir mynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhöfða frelsisstyttuna. Guardian greinir frá.

Myndin sýnir Trump halda á blóðugum hníf í annarri hendi og blóðugu höfði frelsisstyttunnar í hinni, undir fyrirsögninni „Ameríka fyrst.“

Mikil umræða myndaðist í kjölfarið í Þýskalandi vegna myndarinnar, en sumum þykir hún smekklaus.

Myndin er eftir Edel Rodriguez, sem upprunalega er frá Kúbu, en kom til Bandaríkjanna árið 1980 sem pólítískur flóttamaður. Ritstjóri blaðsins segir að tilgangurinn á bakvið birtingu forsíðunnar sé einfaldur.

„Myndin hefur tilgang, hún er um lýðræði, hún er um frelsi, hún er um frelsi fjölmiðla og frelsi dómstóla, en allt þetta er í hættu,“ segir Klaus.

„Við erum málsvarar lýðræðisins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×