Erlent

Meirihluti telur Trump standast væntingar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP
78 prósent Bandaríkjamanna telja Donald Trump Bandaríkjaforseta standast væntingar eftir rúmar tvær vikur í starfi samkvæmt nýrri könnun CNN. Aðeins 21 prósent aðspurða eru hissa yfir því hvernig Trump hefur haldið á stjórnartaumunum.

Samkvæmt könnunni eru þó aðeins 42 prósent aðspurðra sem segja að Trump sé standast væntingar á jákvæðan hátt. 35 prósent segja að Trump sé að standast væntingar á neikvæðan hátt.

Þeir sem styðja Repúblikanaflokkinn, flokk Trump, eru líklegri til þess að líta störf Trump sem forseta jákvæðum augum en 86 prósent þeirra líta jákvæðum augum á embættisfærslur Trump til þessa.

Trump hefur látið til sín taka á stuttum tíma og gefið út fjölda tilskipina sem eru umdeildar í Bandaríkjunum sem og meðal alþjóðasamfélagsins. Helst ber þar að nefna umdeilda tilskipun um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna.

Samkvæmt könnun CNN er Trump er með lægstu vinsældartölur við embættistöku frá því mælingar hófust, samkvæmt könnun CNN. 44 prósent eru ánægð með störf hans og 53 prósent óánægð með störf hans. Fyrra metið átti Ronald Reagan en aðeins 51 prósent landsmanna voru ánægðir með störf hans þegar hann tók við völdum árið 1981.


Tengdar fréttir

Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum

James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni.

Sýnir Trump afhöfða Frelsisstyttuna

Forsíðumynd þýska vikublaðsins Der Spiegel veldur usla í heimalandi sínum sem og erlendis en hún sýnir mynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhöfða frelsisstyttuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×