Handbolti

Atli Ævar og Sävehof byrja vel eftir HM-fríið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Ævar Ingólfsson var einn af markahæstu mönnum Sävehof í öruggum heimasigri á Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Sävehof vann leikinn með tólf mörkum, 36-24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði  fimm mörk og nýtti öll skotin sín í leiknum en aðeins tveir liðsfélagar hans skoruðu meira í kvöld.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði öll mörkin sín í kvöld af línunni. Hann skoraði einu marki minna en þeir Olle Forsell-Schefvert og Viktor Ottosson sem voru markahæstir með sex mörk hvor. Jonas Larholm skoraði fimm mörk eins og Atli Ævar.

Atli Ævar kom sínum mönnum af stað í upphafi beggja hálfleikja en hann skoraði fyrsta mark liðsins í leiknum og síðan tvö fyrstu mörk liðsins í seinni hálfleiknum.

Sävehof var 18-13 yfir í hálfleik en náði sjö marka forystu, 20-13, eftir mörk Atla Ævars í upphafi seinni hálfleiks.

Sävehof fór inn í HM-frííð með tap á bakinu en byrjar nú af krafti eftir rúmlega mánaðar frí.

Heimavöllur Sävehof er líka sterkur en þetta var fjórði heimasigur liðsins í röð og sá áttundi í tíu leikjum á tímabilinu.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði 56 mörk í 19 leikjum fyrir HM-frí eða 2,9 mörk að meðaltali og var því vel yfir meðalskori sínu í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×