Handbolti

Valsmenn fóru áfram á fleiri útivallarmörkum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valsmenn eru komnir áfram í 3. umferð Áskorendabikars Evrópu í handbolta eftir 24-24 jafntefli við RK Partizan 1949 í seinni leik liðanna í Svartfjallalandi í dag.

Fyrri leiknum í gær, sem taldist heimaleikur Vals, lyktaði með 21-21 jafntefli og Valsmenn fóru því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Valsmenn virtust vera búnir að klúðra sínum málum en þeir fengu á sig tvö mörk einum fleiri undir lokin.

Svartfellingarnir komust í 23-21 en Valur svaraði með þremur mörkum í röð.

Heimamenn skoruðu síðasta mark leiksins en það breytti engu. Lokatölur 24-24 og Valsmenn eru komnir áfram.

Mörk Vals:

Anton Rúnarsson 5, Vignir Stefánsson 5, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Josip Juric Grgic 3, Sveinn Aron Sveinsson 3, Orri Freyr Gíslason 2, Ýmir Örn Gíslason 1, Hlynur Morthens 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×