Handbolti

Århus að sogast niður í fallbaráttu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi skoraði eitt mark og gaf þrjár stoðsendingar.
Ómar Ingi skoraði eitt mark og gaf þrjár stoðsendingar. vísir/getty
Íslendingarnir í Århus höfðu hægt um sig þegar liðið tapaði með sjö mörkum, 24-31, fyrir Ribe-Esbjerg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Þetta var fjórða tap Århus í síðustu fimm leikjum sínum.

Liðið er í 11. sæti deildarinnar og er að sogast niður í fallbaráttu.

Ómar Ingi Magnússon, Róbert Gunnarsson og Sigvaldi Guðjónsson skoruðu allir eitt mark fyrir Århus. Ómar Ingi gaf einnig þrjár stoðsendingar á samherja sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×