Svipmynd Markaðarins: Spilar fótbolta og ætlar á skíði í vetrarfríinu Haraldur Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2017 11:00 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir Donald Trump hafa komið sér mest á óvart á árinu. mynd/stefán Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, eyðir frítíma sínum með fjölskyldu og vinum og í að horfa á fótbolta. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá London Business School 2005. Almar var áður framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, frá 2009 til 2014, og hefur að auki sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Zoëga hjúkrunarfræðingur og saman eiga þau fimm börn á aldrinum fjögurra ára til tvítugs.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Donald Trump. Ég átti von á afgerandi breytingum þegar hann tæki við, en hann hefur því miður gengið mun harðar fram. Við erum líklega að sigla inn í tímabil þar sem alþjóðaviðskiptasamningar og opin viðskipti milli landa eiga undir högg að sækja. Það er slæmt fyrir litla þjóð.Hvaða app notarðu mest? Samkvæmt símanum mínum er það Facebook. Ég er hins vegar mjög lukkulegur þegar Strava er í mikilli notkun og því fylgir líka hlustun á tónlist eða þætti í gegnum Podcast Addict. Leggja.is léttir mér síðan lífið í vinnutengdum snúningum.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Mestur tíminn fer í ýmiss konar samveru með fjölskyldu og vinum. Við ferðumst bæði innanlands og utan. Við höfum til dæmis mjög gaman af því að fara á skíði og ætlum til Akureyrar í vetrarfríinu. Þá eyði ég miklum tíma í að horfa á fótbolta, sérstaklega á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég spila fótbolta 1-2 sinnum í viku yfir vetrartímann í góðra vina hópi. Ég stunda líka útihlaup en þarf að gefa þeim meiri tíma í dagskránni. Svo hef ég fengist við að elta nokkur börn í gegnum árin. Ætli það sé ekki besta ræktin.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er heppinn að vera í mjög fjölbreyttu og krefjandi starfi hjá SI og starfa með öflugum hópi starfsmanna. Það á vel við mig að byggja upp liðsheild og straumlínulaga fjölbreytt starf samtakanna. Ég finn mig líka vel í því að tala fyrir fjölbreyttum iðnaði sem skapar mikil verðmæti og er dýrmætur hluti af samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Donald Trump Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, eyðir frítíma sínum með fjölskyldu og vinum og í að horfa á fótbolta. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá London Business School 2005. Almar var áður framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, frá 2009 til 2014, og hefur að auki sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Zoëga hjúkrunarfræðingur og saman eiga þau fimm börn á aldrinum fjögurra ára til tvítugs.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Donald Trump. Ég átti von á afgerandi breytingum þegar hann tæki við, en hann hefur því miður gengið mun harðar fram. Við erum líklega að sigla inn í tímabil þar sem alþjóðaviðskiptasamningar og opin viðskipti milli landa eiga undir högg að sækja. Það er slæmt fyrir litla þjóð.Hvaða app notarðu mest? Samkvæmt símanum mínum er það Facebook. Ég er hins vegar mjög lukkulegur þegar Strava er í mikilli notkun og því fylgir líka hlustun á tónlist eða þætti í gegnum Podcast Addict. Leggja.is léttir mér síðan lífið í vinnutengdum snúningum.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Mestur tíminn fer í ýmiss konar samveru með fjölskyldu og vinum. Við ferðumst bæði innanlands og utan. Við höfum til dæmis mjög gaman af því að fara á skíði og ætlum til Akureyrar í vetrarfríinu. Þá eyði ég miklum tíma í að horfa á fótbolta, sérstaklega á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég spila fótbolta 1-2 sinnum í viku yfir vetrartímann í góðra vina hópi. Ég stunda líka útihlaup en þarf að gefa þeim meiri tíma í dagskránni. Svo hef ég fengist við að elta nokkur börn í gegnum árin. Ætli það sé ekki besta ræktin.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er heppinn að vera í mjög fjölbreyttu og krefjandi starfi hjá SI og starfa með öflugum hópi starfsmanna. Það á vel við mig að byggja upp liðsheild og straumlínulaga fjölbreytt starf samtakanna. Ég finn mig líka vel í því að tala fyrir fjölbreyttum iðnaði sem skapar mikil verðmæti og er dýrmætur hluti af samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Donald Trump Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira