Svipmynd Markaðarins: Spilar fótbolta og ætlar á skíði í vetrarfríinu Haraldur Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2017 11:00 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir Donald Trump hafa komið sér mest á óvart á árinu. mynd/stefán Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, eyðir frítíma sínum með fjölskyldu og vinum og í að horfa á fótbolta. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá London Business School 2005. Almar var áður framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, frá 2009 til 2014, og hefur að auki sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Zoëga hjúkrunarfræðingur og saman eiga þau fimm börn á aldrinum fjögurra ára til tvítugs.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Donald Trump. Ég átti von á afgerandi breytingum þegar hann tæki við, en hann hefur því miður gengið mun harðar fram. Við erum líklega að sigla inn í tímabil þar sem alþjóðaviðskiptasamningar og opin viðskipti milli landa eiga undir högg að sækja. Það er slæmt fyrir litla þjóð.Hvaða app notarðu mest? Samkvæmt símanum mínum er það Facebook. Ég er hins vegar mjög lukkulegur þegar Strava er í mikilli notkun og því fylgir líka hlustun á tónlist eða þætti í gegnum Podcast Addict. Leggja.is léttir mér síðan lífið í vinnutengdum snúningum.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Mestur tíminn fer í ýmiss konar samveru með fjölskyldu og vinum. Við ferðumst bæði innanlands og utan. Við höfum til dæmis mjög gaman af því að fara á skíði og ætlum til Akureyrar í vetrarfríinu. Þá eyði ég miklum tíma í að horfa á fótbolta, sérstaklega á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég spila fótbolta 1-2 sinnum í viku yfir vetrartímann í góðra vina hópi. Ég stunda líka útihlaup en þarf að gefa þeim meiri tíma í dagskránni. Svo hef ég fengist við að elta nokkur börn í gegnum árin. Ætli það sé ekki besta ræktin.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er heppinn að vera í mjög fjölbreyttu og krefjandi starfi hjá SI og starfa með öflugum hópi starfsmanna. Það á vel við mig að byggja upp liðsheild og straumlínulaga fjölbreytt starf samtakanna. Ég finn mig líka vel í því að tala fyrir fjölbreyttum iðnaði sem skapar mikil verðmæti og er dýrmætur hluti af samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Donald Trump Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, eyðir frítíma sínum með fjölskyldu og vinum og í að horfa á fótbolta. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá London Business School 2005. Almar var áður framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, frá 2009 til 2014, og hefur að auki sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Zoëga hjúkrunarfræðingur og saman eiga þau fimm börn á aldrinum fjögurra ára til tvítugs.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Donald Trump. Ég átti von á afgerandi breytingum þegar hann tæki við, en hann hefur því miður gengið mun harðar fram. Við erum líklega að sigla inn í tímabil þar sem alþjóðaviðskiptasamningar og opin viðskipti milli landa eiga undir högg að sækja. Það er slæmt fyrir litla þjóð.Hvaða app notarðu mest? Samkvæmt símanum mínum er það Facebook. Ég er hins vegar mjög lukkulegur þegar Strava er í mikilli notkun og því fylgir líka hlustun á tónlist eða þætti í gegnum Podcast Addict. Leggja.is léttir mér síðan lífið í vinnutengdum snúningum.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Mestur tíminn fer í ýmiss konar samveru með fjölskyldu og vinum. Við ferðumst bæði innanlands og utan. Við höfum til dæmis mjög gaman af því að fara á skíði og ætlum til Akureyrar í vetrarfríinu. Þá eyði ég miklum tíma í að horfa á fótbolta, sérstaklega á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég spila fótbolta 1-2 sinnum í viku yfir vetrartímann í góðra vina hópi. Ég stunda líka útihlaup en þarf að gefa þeim meiri tíma í dagskránni. Svo hef ég fengist við að elta nokkur börn í gegnum árin. Ætli það sé ekki besta ræktin.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er heppinn að vera í mjög fjölbreyttu og krefjandi starfi hjá SI og starfa með öflugum hópi starfsmanna. Það á vel við mig að byggja upp liðsheild og straumlínulaga fjölbreytt starf samtakanna. Ég finn mig líka vel í því að tala fyrir fjölbreyttum iðnaði sem skapar mikil verðmæti og er dýrmætur hluti af samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Donald Trump Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira