Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2017 15:33 Höfuðstöðvar Actavis í Hafnarfirði. Áttatíu manns hættu störfum við lyfjaframleiðslu Actavis í dag. Er það liður í áætlunum fyrirtækisins um að leggja niður starfsemi lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi sem voru kynntar í júní árið 2015. Til viðbótar við þá áttatíu sem hættu í dag hættu 105 hjá fyrirtækinu um áramótin. Við þessar breytingar hjá fyrirtækinu flytjast alls 300 störf úr landinu en búist er við að þeir 115 sem eftir eru hætti hjá Actavis í júlí næstkomandi þegar búið er að ljúka allri framleiðslu hér á landi og loka verksmiðjunni. Áfram munu þó um 350 manns starfa hjá fyrirtækinu hér á landi á hinum ýmsu sviðum en um er að ræða störf á sviði lyfjaþróunar fyrir alþjóðamarkaði, skráningarsviði sem ber ábyrgð á skráningum og viðhaldi markaðsleyfa út um allan heim, alþjóðlegu gæða- og fjármálasviði, auk sölu- og markaðssviði sem sinnir Íslandsmarkaði, sem og ýmis önnur stoðsvið. Þá eru hér á landi höfuðstöðvar Medis, dótturfélags fyrirtækisins, sem selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja. Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00 Trúnaðarmaður hjá Actavis: „Áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins“ Hlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, segir tíðindin koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. 29. júní 2015 19:16 Actavis fær nýja eigendur Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva Pharmaceutical Inudstries Ltd hefur fest kaup á samheitalyfjahluta Allergan fyrir 5400 milljarða íslenskra króna. 27. júlí 2015 11:14 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Áttatíu manns hættu störfum við lyfjaframleiðslu Actavis í dag. Er það liður í áætlunum fyrirtækisins um að leggja niður starfsemi lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi sem voru kynntar í júní árið 2015. Til viðbótar við þá áttatíu sem hættu í dag hættu 105 hjá fyrirtækinu um áramótin. Við þessar breytingar hjá fyrirtækinu flytjast alls 300 störf úr landinu en búist er við að þeir 115 sem eftir eru hætti hjá Actavis í júlí næstkomandi þegar búið er að ljúka allri framleiðslu hér á landi og loka verksmiðjunni. Áfram munu þó um 350 manns starfa hjá fyrirtækinu hér á landi á hinum ýmsu sviðum en um er að ræða störf á sviði lyfjaþróunar fyrir alþjóðamarkaði, skráningarsviði sem ber ábyrgð á skráningum og viðhaldi markaðsleyfa út um allan heim, alþjóðlegu gæða- og fjármálasviði, auk sölu- og markaðssviði sem sinnir Íslandsmarkaði, sem og ýmis önnur stoðsvið. Þá eru hér á landi höfuðstöðvar Medis, dótturfélags fyrirtækisins, sem selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja.
Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00 Trúnaðarmaður hjá Actavis: „Áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins“ Hlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, segir tíðindin koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. 29. júní 2015 19:16 Actavis fær nýja eigendur Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva Pharmaceutical Inudstries Ltd hefur fest kaup á samheitalyfjahluta Allergan fyrir 5400 milljarða íslenskra króna. 27. júlí 2015 11:14 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57
Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00
Trúnaðarmaður hjá Actavis: „Áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins“ Hlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, segir tíðindin koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. 29. júní 2015 19:16
Actavis fær nýja eigendur Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva Pharmaceutical Inudstries Ltd hefur fest kaup á samheitalyfjahluta Allergan fyrir 5400 milljarða íslenskra króna. 27. júlí 2015 11:14