Innlent

Óskarsverðlaunahafi fordæmdi „ómannúðlegt“ ferðabann Trump

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Verkfræðingurinn og geimfarinn Aanousheh Ansari las upp yfirlýsingu frá Frahadi.
Verkfræðingurinn og geimfarinn Aanousheh Ansari las upp yfirlýsingu frá Frahadi. Vísir/Getty
Íranski leikstjórinn Asghar Farhadi var ekki viðstaddur Óskarsverðlaunahátíðina í nótt til að taka á móti verðlaunum sínum fyrir bestu erlendu kvikmyndina fyrir kvikmyndina The Salesman. Í sinn stað sendi hann tvo Bandaríkjamenn af írönsku bergi brotna.

Verkfræðingurinn og geimfarinn Aanousheh Ansari las upp yfirlýsingu frá Frahadi þar sem hann fordæmdi „ómannúðlegt“ ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

„Fjarvera mín er virðingarvottur við íbúa heimalands míns og þeirra sex annarra landa sem hafa verið svívirt af þessum ómannúðlegu lögum sem bannar ferðir innflytjenda til Bandaríkjanna,“ sagði í yfirlýsingunni.

„Að skipta heiminum í Bandaríkin og „óvini okkar“ skapar ótta. Þetta er villandi réttlæting á árásum og stríði.“

Farhadi hafði áður tilkynnt að hann hyggðist ekki vera viðstaddur athöfnina vegna ferðabannsins en honum hafði verið spáð sigri.

„Kvikmyndagerðarmenn geta notað linsur sínar til að varpa ljósi á sameiginlega mannlega eiginleika og útrýma staðalímyndum um þjóðerni eða trúarbrögð. Kvikmyndir skapa samkennd milli okkar og annarra. Samkennd sem við þörfnumst nú meira en nokkru sinni fyrr.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×