Zlatan hetjan er Manchester United vann deildarbikarinn í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. febrúar 2017 18:15 Rooney fagnar ásamt liðsfélögum sínum á Wembley. vísir/getty Manchester United er enskur deildarbikarmeistari í fimmta skiptið í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Southampton í úrslitaleiknum á Wembley en það var hinn sænski Zlatan Ibrahimovic sem skoraði fyrsta og síðasta markið í leiknum og tryggði Manchester United sigurinn. Var þetta fyrsti úrslitaleikur Manchester United undir stjórn Jose Mourinho en það tók portúgalska knattspyrnustjórann ekki langan tíma að vinna fyrsta titilinn sem stjóri liðsins. Dýrlingarnir frá Southampton byrjuðu leikinn betur og virtust hafa komist yfir í fyrri hálfleik þegar Manolo Gabbiadini kom boltanum í netið en hann var ranglega dæmdur rangstæður. Stuttu síðar kom Zlatan Rauðu djöflunum yfir með aukaspyrnu af 25 metra færi en hægt er ða setja spurningarmerki við Fraser Forster í marki Southampton í markinu. Stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks bætti Jesse Lingard við öðru marki Manchester United með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu frá Marcus Rojo en Gabbiadini kom Southampton aftur inn í leikinn með marki í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Gabbiadini var aftur á ferðinni í upphafi seinni hálfleiks þegar hann stýrði boltanum í netið frá vítateigslínunni en Southampton virtust vera líklegri til að vinna leikinn í seinni hálfleik. Komst Oriel Romeau næst því að koma Southampton yfir þegar skalli hans hafnaði í stönginni en Zlatan átti eftir að láta til sín taka. Skallaði hann þá fyrirgjöf Ander Herrera í netið af stuttu færi eftir fína sókn Manchester United en miðverðir Southampton gleymdu sér í aðeins nokkrar sekúndur og sá sænski var fljótur að refsa. Fimmti deildarbikarmeistaratitill Manchester United staðreynd og þrátt fyrir að Southampton hafi stýrt leiknum lengst af voru það lærisveinar Jose Mourinho sem fögnuðu sigrinum og taka á móti titlinum.Zlatan kemur Manchester United yfir: Lingard bætir við: Dýrlingarnir minnka muninn: Dýrlingarnir jafna: Sigurmark Zlatans: Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Manchester United er enskur deildarbikarmeistari í fimmta skiptið í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Southampton í úrslitaleiknum á Wembley en það var hinn sænski Zlatan Ibrahimovic sem skoraði fyrsta og síðasta markið í leiknum og tryggði Manchester United sigurinn. Var þetta fyrsti úrslitaleikur Manchester United undir stjórn Jose Mourinho en það tók portúgalska knattspyrnustjórann ekki langan tíma að vinna fyrsta titilinn sem stjóri liðsins. Dýrlingarnir frá Southampton byrjuðu leikinn betur og virtust hafa komist yfir í fyrri hálfleik þegar Manolo Gabbiadini kom boltanum í netið en hann var ranglega dæmdur rangstæður. Stuttu síðar kom Zlatan Rauðu djöflunum yfir með aukaspyrnu af 25 metra færi en hægt er ða setja spurningarmerki við Fraser Forster í marki Southampton í markinu. Stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks bætti Jesse Lingard við öðru marki Manchester United með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu frá Marcus Rojo en Gabbiadini kom Southampton aftur inn í leikinn með marki í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Gabbiadini var aftur á ferðinni í upphafi seinni hálfleiks þegar hann stýrði boltanum í netið frá vítateigslínunni en Southampton virtust vera líklegri til að vinna leikinn í seinni hálfleik. Komst Oriel Romeau næst því að koma Southampton yfir þegar skalli hans hafnaði í stönginni en Zlatan átti eftir að láta til sín taka. Skallaði hann þá fyrirgjöf Ander Herrera í netið af stuttu færi eftir fína sókn Manchester United en miðverðir Southampton gleymdu sér í aðeins nokkrar sekúndur og sá sænski var fljótur að refsa. Fimmti deildarbikarmeistaratitill Manchester United staðreynd og þrátt fyrir að Southampton hafi stýrt leiknum lengst af voru það lærisveinar Jose Mourinho sem fögnuðu sigrinum og taka á móti titlinum.Zlatan kemur Manchester United yfir: Lingard bætir við: Dýrlingarnir minnka muninn: Dýrlingarnir jafna: Sigurmark Zlatans:
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira