Nota umfangsmikið net aflandsfélaga til að komast hjá þvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2017 20:45 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/EPA Yfirvöld Norður-Kóreu komast hjá viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn landinu með umfangsmiklu neti aflandsfélaga. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem hefur ekki verið birt opinberlega. Blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa komist yfir eintak af drögum skýrslunnar. Umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Norður-Kóreu til að reyna að hægja á þróun eldflauga og kjarnorkuvopna í landinu. Sameinuðu þjóðirnar settu rannsóknarnefnd á laggirnar til að kanna fregnir um að ríkið væri að komast hjá þvingununum. Í skýrslu nefndarinnar segir að aðferðir Norður-Kóreu til að komast hjá þvingununum sé sífellt að verða betri og umfangsmeiri. Útsendarar ríkisins eru sagðir vera einstaklega hæfir í að flytja peninga, fólk og vörur, þar á meðal vopn. Þrátt fyrir áðurnefndar þvinganir hafa yfirvöld ríkisins aðgang að alþjóðbankakerfinu með krókaleiðum og þegar það er ómögulegt, notast þeir við gífurlegt magn af reiðufé og gulli. Jafnvel er vitað til þess að íbúar annarra ríkja hafi verið notaðir sem milliliðir. Þá segir í skýrslunni, samkvæmt Reuters, að flugsending til Eretríu hafi verið stöðvuð í fyrra og í henni hafi fundist talstöðvar til hernaðar sem Norður-Kórea var að selja. Það var önnur vopnasending á milli ríkjanna sem hefur verið stöðvuð. Talstöðvarnar voru framleiddar af fyrirtæki í Malasíu sem kallast Glocom. Því er stjórnað af einni leyniþjónustu Norður-Kóreu, Reconnaissance General Bureau. Kína tilkynnti nýverið að þeir muni ekki kaupa kol af Norður-Kóreu á þessu ári. Kolasala er helsta tekjulind Norður-Kóreu. Rannsóknarnefndin segir að þrátt fyrir að ríkið megi einungis selja takmarkað magn af kolum, er útflutningur enn þá mikill í gegnum áðurnefnd aflandsfélög. Nefndin segir eftirfylgni vegna þvingananna vera ábótavant og kallar eftir auknum aðgerðum til að koma í veg fyrir viðskipti Norður-Kóreu. Tengdar fréttir Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu eru reið Kínverjum fyrir að stöðva innflutnings kola frá nágrönnum sínum. 23. febrúar 2017 14:45 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu komast hjá viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn landinu með umfangsmiklu neti aflandsfélaga. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem hefur ekki verið birt opinberlega. Blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa komist yfir eintak af drögum skýrslunnar. Umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Norður-Kóreu til að reyna að hægja á þróun eldflauga og kjarnorkuvopna í landinu. Sameinuðu þjóðirnar settu rannsóknarnefnd á laggirnar til að kanna fregnir um að ríkið væri að komast hjá þvingununum. Í skýrslu nefndarinnar segir að aðferðir Norður-Kóreu til að komast hjá þvingununum sé sífellt að verða betri og umfangsmeiri. Útsendarar ríkisins eru sagðir vera einstaklega hæfir í að flytja peninga, fólk og vörur, þar á meðal vopn. Þrátt fyrir áðurnefndar þvinganir hafa yfirvöld ríkisins aðgang að alþjóðbankakerfinu með krókaleiðum og þegar það er ómögulegt, notast þeir við gífurlegt magn af reiðufé og gulli. Jafnvel er vitað til þess að íbúar annarra ríkja hafi verið notaðir sem milliliðir. Þá segir í skýrslunni, samkvæmt Reuters, að flugsending til Eretríu hafi verið stöðvuð í fyrra og í henni hafi fundist talstöðvar til hernaðar sem Norður-Kórea var að selja. Það var önnur vopnasending á milli ríkjanna sem hefur verið stöðvuð. Talstöðvarnar voru framleiddar af fyrirtæki í Malasíu sem kallast Glocom. Því er stjórnað af einni leyniþjónustu Norður-Kóreu, Reconnaissance General Bureau. Kína tilkynnti nýverið að þeir muni ekki kaupa kol af Norður-Kóreu á þessu ári. Kolasala er helsta tekjulind Norður-Kóreu. Rannsóknarnefndin segir að þrátt fyrir að ríkið megi einungis selja takmarkað magn af kolum, er útflutningur enn þá mikill í gegnum áðurnefnd aflandsfélög. Nefndin segir eftirfylgni vegna þvingananna vera ábótavant og kallar eftir auknum aðgerðum til að koma í veg fyrir viðskipti Norður-Kóreu.
Tengdar fréttir Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu eru reið Kínverjum fyrir að stöðva innflutnings kola frá nágrönnum sínum. 23. febrúar 2017 14:45 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu eru reið Kínverjum fyrir að stöðva innflutnings kola frá nágrönnum sínum. 23. febrúar 2017 14:45
Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30
Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00