Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu Birgir Olgeirsson skrifar 23. febrúar 2017 16:06 Skjáskot úr myndbandi sem birt var á vef Airlive.net. Farþegaþota Icelandair lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda á flugvelli í Manchester í Bretlandi í morgun. Stormurinn Doris reið yfir Bretland í dag og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Þota Icelandair átti að lenda um hálf ellefu leytið að íslenskum tíma í morgun en þurfti frá að hverfa vegna veðurs. Stefnan var því tekin á Liverpool skammt frá en þar var ástandið ekkert betra að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, og sneri því vélin aftur til Manchester og lenti þar. Fjallað hefur verið um málið í breskum fjölmiðlum í dag þar sem myndband hefur verið birt af aðflugi þotunnar, sem var ansi erfitt. Flugstjóri vélarinnar lýsti yfir neyðarástandi vegna eldsneytis til að fá forgang í lendingu. „Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma,“ segir Guðjón en vélinni var lent skömmu síðar. Hún fór svo aftur í loftið síðar í dag með farþega og er væntanleg til Keflavíkur innan skamms. Á vef Metro er vitnað í konu sem var farþegi vélarinnar sem vildi skila þökkum til flugstjórans og öðru starfsfólki vélarinnar fyrir frábært starf við þessar erfiðu aðstæður. „Þarna var mikil ókyrrð í lofti og eðlilegt að fólk fái ónota tilfinningu svo ekki sé meira sagt. Þetta gekk mjög vel fyrir sig,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Farþegaþota Icelandair lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda á flugvelli í Manchester í Bretlandi í morgun. Stormurinn Doris reið yfir Bretland í dag og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Þota Icelandair átti að lenda um hálf ellefu leytið að íslenskum tíma í morgun en þurfti frá að hverfa vegna veðurs. Stefnan var því tekin á Liverpool skammt frá en þar var ástandið ekkert betra að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, og sneri því vélin aftur til Manchester og lenti þar. Fjallað hefur verið um málið í breskum fjölmiðlum í dag þar sem myndband hefur verið birt af aðflugi þotunnar, sem var ansi erfitt. Flugstjóri vélarinnar lýsti yfir neyðarástandi vegna eldsneytis til að fá forgang í lendingu. „Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma,“ segir Guðjón en vélinni var lent skömmu síðar. Hún fór svo aftur í loftið síðar í dag með farþega og er væntanleg til Keflavíkur innan skamms. Á vef Metro er vitnað í konu sem var farþegi vélarinnar sem vildi skila þökkum til flugstjórans og öðru starfsfólki vélarinnar fyrir frábært starf við þessar erfiðu aðstæður. „Þarna var mikil ókyrrð í lofti og eðlilegt að fólk fái ónota tilfinningu svo ekki sé meira sagt. Þetta gekk mjög vel fyrir sig,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira