Viðskipti innlent

Félag eiginkonu stjórnarmanns í N1 seldi hlutabréf fyrir 540 milljónir

Haraldur Guðmundsson skrifar
Helgafell átti fjórar milljónir hluta í N1.
Helgafell átti fjórar milljónir hluta í N1. Vísir/Vilhelm
Helgafell, eignarhaldsfélag í eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns Sigurðssonar, stjórnarmanns í N1, seldi klukkan ellefu í morgun bréf í olíufélaginu á 540 milljónir króna. Seldi félagið fjórar milljónir hluta í N1 á genginu 135 krónur á hlut.

Jón Sigurðsson, stjórnarmaður í N1
Samkvæmt tilkynningu um viðskiptin til Kauphallar Íslands er Jón  framkvæmdastjóri Helgafells og Björg Fenger hluthafi í félaginu. Björg á 33 prósenta hlut í Helgafelli. Félagið á eftir viðskiptin 6,5 milljónir hluta í N1. 

Hlutabréf í N1 hafa lækkað um 6,2 prósent það sem af er degi í 1.134 milljóna króna viðskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×