Markametið löngu fallið og samt eru tveir leikir eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2017 10:00 Radamel Falcao skoraði tvö í gær og hefði getað verið með þrennu því hann klúðraði líka víti. Vísir/Getty Það hefur verið meira en nóg af mörkum í fyrri leikjum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar og nú er ljóst að markametið er löngu fallið þrátt fyrir að fjórðungur leikjanna sé enn eftir. Hingað til hafa verið skoruð 29 mörk í 6 leikjum eða 4,8 mörk að meðaltali í leik. Verði ekkert skorað í leikjunum tveimur í kvöld verður meðalmarkaskorið samt 3,6 mörk í leik. Fimm af fyrstu sex leikjum sextán liða úrslitanna hafa innihaldið fjögur eða fleiri mörk. Eini leikurinn sem sker sig úr er 1-0 sigur Benfica á Borussia Dortmund. Svo ótrúlega vill til að liðin sem skoruðu mest í riðlakeppninni, Borussia Dortmund (21 mark) og Barcelona (20 mörk) eru einu liðin sem hafa ekki skorað í sextán liða úrslitunum til þessa. Alls voru skoruðu 14 mörk í tveimur frábærum leikjum í gær þar sem Manchester City vann 5-3 sigur á Mónakó og Atlético Madrid fór til Þýskalands og vann 4-2 útisigur á Bayer Leverkusen. Með þessum tveimur markaveislum í gærkvöldi var ljóst að markametið í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna var fallið. Leikmönnum tókst að bæta það um þrjú mörk í gær og það er síðan von á enn frekari bætingu í kvöld. Gamla metið var 26 mörk og síðan tímabilið 2013-14. Þar munaði mestu um 6-1 útisigur Real Madrid á Schalke 04 þar sem BBC skoruðu öll mörkin en Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema voru allir með tvö mörk í leiknum. Annar markahár leikur var þegar Jürgen Klopp fór með lærisveina sína í Borussia Dortmund til Rússlands og vann 4-2 sigur á Zenit. Zlatan Ibrahimović, núverandi leikmaður Manchester United, skoraði síðan tvö mörk í 4-0 sigri Paris Saint-Germain á útivelli á móti Bayer Leverkusen.Flest mörk í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna: 2016-17: 29 mörk 2013-14: 26 mörk 2011-12: 22 mörkÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum Manchester City - Monakó 5-3 Real Madrid - Napoli 3-1 Benfica - Borussia Dortmund 1-0 Bayern München - Arsenal 5-1 Bayer Leverkusen - Atlético Madrid 2-4 Paris Saint-Germain - Barcelona 4-0Leikir sem eru eftir (fara fram í kvöld) Porto - Juventus Sevilla - Leicester CityÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum 2013-14 (Gamla metið – 26 mörk) Manchester City - Barcelona 0–2 Olympiacos - Manchester United 2–0 AC Milan - Atlético Madrid 0–1 Bayer Leverkusen - Paris Saint-Germain 0–4 Galatasaray - Chelsea 1–1 Schalke 04 - Real Madrid 1–6 Zenit Petersburg - Borussia Dortmund 2–4 Arsenal - Bayern München 0–2 Markaskor í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna síðustu ár:2016-17: 29 mörk (5 leikir með fjögur mörk eða fleiri) - 2 leikir eftir2015-16: 21 mark (3 leikir)2014-15: 17 mörk (1 leikur)2013-14: 26 mörk (3 leikir)2012-13: 21 mark (2 leikir)2011-12: 22 mörk (4 leikir) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg af mörkum í fyrri leikjum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar og nú er ljóst að markametið er löngu fallið þrátt fyrir að fjórðungur leikjanna sé enn eftir. Hingað til hafa verið skoruð 29 mörk í 6 leikjum eða 4,8 mörk að meðaltali í leik. Verði ekkert skorað í leikjunum tveimur í kvöld verður meðalmarkaskorið samt 3,6 mörk í leik. Fimm af fyrstu sex leikjum sextán liða úrslitanna hafa innihaldið fjögur eða fleiri mörk. Eini leikurinn sem sker sig úr er 1-0 sigur Benfica á Borussia Dortmund. Svo ótrúlega vill til að liðin sem skoruðu mest í riðlakeppninni, Borussia Dortmund (21 mark) og Barcelona (20 mörk) eru einu liðin sem hafa ekki skorað í sextán liða úrslitunum til þessa. Alls voru skoruðu 14 mörk í tveimur frábærum leikjum í gær þar sem Manchester City vann 5-3 sigur á Mónakó og Atlético Madrid fór til Þýskalands og vann 4-2 útisigur á Bayer Leverkusen. Með þessum tveimur markaveislum í gærkvöldi var ljóst að markametið í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna var fallið. Leikmönnum tókst að bæta það um þrjú mörk í gær og það er síðan von á enn frekari bætingu í kvöld. Gamla metið var 26 mörk og síðan tímabilið 2013-14. Þar munaði mestu um 6-1 útisigur Real Madrid á Schalke 04 þar sem BBC skoruðu öll mörkin en Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema voru allir með tvö mörk í leiknum. Annar markahár leikur var þegar Jürgen Klopp fór með lærisveina sína í Borussia Dortmund til Rússlands og vann 4-2 sigur á Zenit. Zlatan Ibrahimović, núverandi leikmaður Manchester United, skoraði síðan tvö mörk í 4-0 sigri Paris Saint-Germain á útivelli á móti Bayer Leverkusen.Flest mörk í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna: 2016-17: 29 mörk 2013-14: 26 mörk 2011-12: 22 mörkÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum Manchester City - Monakó 5-3 Real Madrid - Napoli 3-1 Benfica - Borussia Dortmund 1-0 Bayern München - Arsenal 5-1 Bayer Leverkusen - Atlético Madrid 2-4 Paris Saint-Germain - Barcelona 4-0Leikir sem eru eftir (fara fram í kvöld) Porto - Juventus Sevilla - Leicester CityÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum 2013-14 (Gamla metið – 26 mörk) Manchester City - Barcelona 0–2 Olympiacos - Manchester United 2–0 AC Milan - Atlético Madrid 0–1 Bayer Leverkusen - Paris Saint-Germain 0–4 Galatasaray - Chelsea 1–1 Schalke 04 - Real Madrid 1–6 Zenit Petersburg - Borussia Dortmund 2–4 Arsenal - Bayern München 0–2 Markaskor í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna síðustu ár:2016-17: 29 mörk (5 leikir með fjögur mörk eða fleiri) - 2 leikir eftir2015-16: 21 mark (3 leikir)2014-15: 17 mörk (1 leikur)2013-14: 26 mörk (3 leikir)2012-13: 21 mark (2 leikir)2011-12: 22 mörk (4 leikir)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira