Innlegg í umræðu um húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins Kristinn Steinn Traustason skrifar 21. febrúar 2017 09:58 Í liðinni viku fór fram umræða í borgarstjórn um húsnæðismál og lóðarskort á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega í Reykjavík. Reykjavík er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem á hvað mest ónýtt byggingarland. Í Úlfarsárdal hefur verið að byggjast upp hverfi þar sem íbúar hafa kallað eftir meiri byggð til að styrkja innviði hverfisins, verslun og öflugt íþróttastarf. Núverandi meirihluti borgarstjórnar hefur ekki tekið vel í aukna byggð í Úlfarsárdal og einblínt á þéttingu byggðar í eldri hverfum borgarinnar. Þétting byggðar er góð en ljóst er íbúðir á þéttingarreitum eldri hverfa verða ekki ódýrar. Mikill skortur er á íbúðum fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á íbúðamarkaði. Með því að hefja strax skipulagningu og úthlutun lóða í Úlfarsárdal getur borgin létt á pressu íbúðaverðs, sem hefur hækkað gríðarlega að undanförnu og gera spár ráð fyrir frekari hækkun á komandi mánuðum og árum. Vill að önnur sveitafélög leysi vandan með þeim Í viðtali við RÚV þann 7. febrúar síðastliðinn óskar borgarstjóri eftir aðstoð nágranna sveitafélaga. Orðrétt segir Dagur B. Eggertsson í samtali við fréttastofu: „Eftirspurnin er mjög mikil og þess vegna erum við að bæta í okkar áætlanir varðandi lóðaúthlutanir og ný svæði til þess að geta betur mætt þessu“. Síðar í sama viðtali segir Dagur „og (við) myndum gjarnan vilja að önnur sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar myndu taka á þessu verkefni með okkur.“ Borgarstjóri í þversögn við sjálfan sig Í umræðunni í borgarstjórn fyrr um daginn sagði borgarstjóri að það væri ekki æskilegt að auka byggð í Úlfarsárdal því Miklabraut sé sprungin. Ljóst er að aukin byggð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu mun ekki minnka álagið á Miklubraut. Ef byggt er íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ er keyrt framhjá Úlfarsárdal á leið til borgarinnar um Vesturlandsveg og síðar Miklubraut. Til að bregðast við umferðarstíflum á Miklubraut þarf að auka framboð atvinnuhúsnæðis í austurhluta borgarinnar, efla almenningssamgöngur og ráðast strax í löngu tímabæra lagningu Sundabrautar.Uppbygging hverfa Við uppbyggingu íbúahverfa þarf að fylgja uppbygging innviða svo sem skóla og íþróttamannvirkja í þjónustu við íbúa. Þetta á bæði við á nýbyggingarsvæðum og á þéttingarreitum. Ekki þýðir fyrir borgina að koma með þjónustu við íbúa mörgum árum eða áratugum eftir að hverfin byggjast. Ef það er gert þannig, eykur það einnig á umferð í borginni með aukinni mengun og óþægindum fyrir íbúa. Hér mætti borgin læra af nágrannasveitarfélögum. Aukið framboð ódýrra lóða Aukið framboð á ódýrari lóðum mun eðlilega halda aftur af hækkun húsnæðisverðs. Ungt fólk ætti þannig möguleika á að komast úr foreldrahúsum. Ég hvet borgina til að skoða þessi mál með opnum huga, samt ekki of lengi því það þarf að bregðast skjótt við þeim vanda sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku fór fram umræða í borgarstjórn um húsnæðismál og lóðarskort á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega í Reykjavík. Reykjavík er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem á hvað mest ónýtt byggingarland. Í Úlfarsárdal hefur verið að byggjast upp hverfi þar sem íbúar hafa kallað eftir meiri byggð til að styrkja innviði hverfisins, verslun og öflugt íþróttastarf. Núverandi meirihluti borgarstjórnar hefur ekki tekið vel í aukna byggð í Úlfarsárdal og einblínt á þéttingu byggðar í eldri hverfum borgarinnar. Þétting byggðar er góð en ljóst er íbúðir á þéttingarreitum eldri hverfa verða ekki ódýrar. Mikill skortur er á íbúðum fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á íbúðamarkaði. Með því að hefja strax skipulagningu og úthlutun lóða í Úlfarsárdal getur borgin létt á pressu íbúðaverðs, sem hefur hækkað gríðarlega að undanförnu og gera spár ráð fyrir frekari hækkun á komandi mánuðum og árum. Vill að önnur sveitafélög leysi vandan með þeim Í viðtali við RÚV þann 7. febrúar síðastliðinn óskar borgarstjóri eftir aðstoð nágranna sveitafélaga. Orðrétt segir Dagur B. Eggertsson í samtali við fréttastofu: „Eftirspurnin er mjög mikil og þess vegna erum við að bæta í okkar áætlanir varðandi lóðaúthlutanir og ný svæði til þess að geta betur mætt þessu“. Síðar í sama viðtali segir Dagur „og (við) myndum gjarnan vilja að önnur sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar myndu taka á þessu verkefni með okkur.“ Borgarstjóri í þversögn við sjálfan sig Í umræðunni í borgarstjórn fyrr um daginn sagði borgarstjóri að það væri ekki æskilegt að auka byggð í Úlfarsárdal því Miklabraut sé sprungin. Ljóst er að aukin byggð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu mun ekki minnka álagið á Miklubraut. Ef byggt er íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ er keyrt framhjá Úlfarsárdal á leið til borgarinnar um Vesturlandsveg og síðar Miklubraut. Til að bregðast við umferðarstíflum á Miklubraut þarf að auka framboð atvinnuhúsnæðis í austurhluta borgarinnar, efla almenningssamgöngur og ráðast strax í löngu tímabæra lagningu Sundabrautar.Uppbygging hverfa Við uppbyggingu íbúahverfa þarf að fylgja uppbygging innviða svo sem skóla og íþróttamannvirkja í þjónustu við íbúa. Þetta á bæði við á nýbyggingarsvæðum og á þéttingarreitum. Ekki þýðir fyrir borgina að koma með þjónustu við íbúa mörgum árum eða áratugum eftir að hverfin byggjast. Ef það er gert þannig, eykur það einnig á umferð í borginni með aukinni mengun og óþægindum fyrir íbúa. Hér mætti borgin læra af nágrannasveitarfélögum. Aukið framboð ódýrra lóða Aukið framboð á ódýrari lóðum mun eðlilega halda aftur af hækkun húsnæðisverðs. Ungt fólk ætti þannig möguleika á að komast úr foreldrahúsum. Ég hvet borgina til að skoða þessi mál með opnum huga, samt ekki of lengi því það þarf að bregðast skjótt við þeim vanda sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun