Erlent

Minnst fimm látnir í sprengjuárás í Pakistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi árásarinnar.
Frá vettvangi árásarinnar. Vísir/AFP
Minnst fimm eru látnir og fimmtán eru særðir eftir sjálfsmorðsárás á dómshús í Pakistan í nótt. Þrír árásarmenn voru felldir við að reyna að komast inn í dómshúsið sem er í Charsadda héraði í norðvesturhluta landsins. Árásarmennirnir köstuðu frá sér handsprengjum og skutu á verði og vegfarandur þegar þeir reyndu að komast inn í dómshúsið.

Einn árásarmannanna sprengdi sig í loft upp og hinir voru felldir af öryggissveitum.

Samtök Talibana í Pakistan, Jamaat-ur-Ahrar, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en Pakistan hefur orðið fyrir nokkrum alvarlegum árásum á undanförnum dögum. Minnst 80 létu lífið í sprengjuárás Íslamska ríkisins á musteri í bænum Sehwan í Sindh-héraði.

Yfirvöld í Pakistan segjast hafa fellt hundrað vígamenn í aðgerðum gegn hryðjuverkahópum síðan í síðustu viku.


Tengdar fréttir

ISIS felldi sjötíu í Pakistan

Sjálfsmorðsárásarmaður réðst á musteri í suðurhluta Pakistans í gær og myrti að minnsta kosti sjötíu. Musterið sem um ræðir er musteri súfíska dýrlingsins Lal Shahbaz Qalandar og er í bænum Sehwan í Sindh-héraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×