Erlent

Flugvél brotlenti inn í verslunarmiðstöð í Melbourne

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mikill reykur myndaðist á slysstað.
Mikill reykur myndaðist á slysstað. Vísir/Skjáskot
Flugvél brotlenti í dag í verslunarmiðstöð nálægt Essendon flugvellinum, í Melbourne, í suðurhluta Ástralíu. Lögregluyfirvöld hafa staðfest að um fimm manna sjúkraflutningaflugvél var að ræða. Guardian greinir frá.

Við brotlendinguna brotnaði hjól undan flugvélinni með þeim afleiðingum að það rúllaði á nálæga hraðbraut, svo lögreglan varð að loka hraðbrautinni. Vitni lýstu atvikinu þannig að gríðarstór eldhnöttur hafi teygt sig upp til lofts þegar flugvélin brotlenti á umræddri byggingu.

Lögregluyfirvöld telja að um slys hafi verið að ræða en enn hafa ekki borist fregnir um mannsfall vegna slyssins.

Aðgerðir lögreglu standa enn yfir á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×