Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2017 21:00 Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. Danska ríkisstjórnin er sögð með þessu vilja koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Íslendingar kannast vel við dönsku herskipin sem koma oft við í Reykjavík. Undanfarin fimm ár hefur bækistöð þeirra á Grænlandi verið í Nuuk. Þar eru höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi og kallast Arktisk Kommando og þar eru að jafnaði um 50 hermenn staðsettir.Höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru nú í þessari byggingu við höfnina í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Áður var bækistöð dönsku herskipanna í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi, í Grønnedal. Bandaríski herinn byggði þar flotastöð í seinna stríði sem danski herinn tók síðan við og rak til ársins 2012. Þá var rekstri hennar hætt í sparnaðarskyni og húseignirnar boðnar til sölu en grænlensk stjórnvöld voru áhugasöm um að fá þangað erlenda fjárfesta. Lengi vel virtist enginn hafa áhuga á stöðinni en svo kom loks áhugasamur kaupandi; kínverskt námafyrirtæki. Grænlenskir og danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að kínversku fjárfestarnir hafi verið við það að eignast stöðina þegar danska ríkisstjórnin skipti óvænt um skoðun og tilkynnti að herinn myndi hefja starfsemi þar að nýju.Gamla flotastöðin í Grønnedal. Kínverskt fyrirtæki vildi eignast húseignirnar.Mynd/Jan Kronsell.Einhverjir myndu tengja ákvörðun um að opna gömlu flotastöðina á ný við aukið hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða. Það gæti verið hin undirliggjandi ástæða því danskir fjölmiðlar fullyrða að eini tilgangur danskra stjórnvalda sé að koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina, þau vilji fyrir alla muni halda Kínverjum frá því að ná fótfestu á Grænlandi. Norræn útgáfa varnarmálaritsins Defence Watch segist hafa öruggar heimildir fyrir því að það hafi fyrst og fremst verið ótti við að stöðin kæmist í kínverskar hendur sem varð til þess að danski forsætisráðherrann, Lars Løkke Rasmussen, ræddi leynilega við forystumenn annarra flokka um málið og fékk þannig breiða samstöðu um fjárveitingar til að hefja rekstur flotastöðvarinnar í Grønnedal á ný.Danskt herskip við bryggju í herstöðinni í Grønnedal. Tengdar fréttir Áhugi kínverska auðjöfursins vekur alheimsathygli Fréttir af mögulegum fjárfestingum kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Íslandi hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Nubo, sem er félagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar þýðanda hafi áhuga á því að fjárfesta fyrir marga milljarða í íslenskri ferðaþjónustu og kaupa stórt land á Grímsstöðum á Fjöllum. Fréttirnar kvisuðust út og í gær var fjallað um málið í breska blaðinu Financial Times, á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN og í morgun var fréttin á forsíðu fréttavefjar BBC. Financial Times vekur athygli á því að Nobo sé á lista Forbes yfir 170 ríkustu menn í Kína og eignir hans nemi um 890 milljónum dala. Það jafngildir um 100 milljörðum króna. Þar segir jafnframt að fyrirtæki hans eigi eignir víðsvegar um Kína og annarsstaðar í heiminum. 30. ágúst 2011 14:54 Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Hátt í 400 milljóna króna fjárfesting greidd með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. 12. júlí 2016 20:30 Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. Danska ríkisstjórnin er sögð með þessu vilja koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Íslendingar kannast vel við dönsku herskipin sem koma oft við í Reykjavík. Undanfarin fimm ár hefur bækistöð þeirra á Grænlandi verið í Nuuk. Þar eru höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi og kallast Arktisk Kommando og þar eru að jafnaði um 50 hermenn staðsettir.Höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru nú í þessari byggingu við höfnina í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Áður var bækistöð dönsku herskipanna í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi, í Grønnedal. Bandaríski herinn byggði þar flotastöð í seinna stríði sem danski herinn tók síðan við og rak til ársins 2012. Þá var rekstri hennar hætt í sparnaðarskyni og húseignirnar boðnar til sölu en grænlensk stjórnvöld voru áhugasöm um að fá þangað erlenda fjárfesta. Lengi vel virtist enginn hafa áhuga á stöðinni en svo kom loks áhugasamur kaupandi; kínverskt námafyrirtæki. Grænlenskir og danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að kínversku fjárfestarnir hafi verið við það að eignast stöðina þegar danska ríkisstjórnin skipti óvænt um skoðun og tilkynnti að herinn myndi hefja starfsemi þar að nýju.Gamla flotastöðin í Grønnedal. Kínverskt fyrirtæki vildi eignast húseignirnar.Mynd/Jan Kronsell.Einhverjir myndu tengja ákvörðun um að opna gömlu flotastöðina á ný við aukið hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða. Það gæti verið hin undirliggjandi ástæða því danskir fjölmiðlar fullyrða að eini tilgangur danskra stjórnvalda sé að koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina, þau vilji fyrir alla muni halda Kínverjum frá því að ná fótfestu á Grænlandi. Norræn útgáfa varnarmálaritsins Defence Watch segist hafa öruggar heimildir fyrir því að það hafi fyrst og fremst verið ótti við að stöðin kæmist í kínverskar hendur sem varð til þess að danski forsætisráðherrann, Lars Løkke Rasmussen, ræddi leynilega við forystumenn annarra flokka um málið og fékk þannig breiða samstöðu um fjárveitingar til að hefja rekstur flotastöðvarinnar í Grønnedal á ný.Danskt herskip við bryggju í herstöðinni í Grønnedal.
Tengdar fréttir Áhugi kínverska auðjöfursins vekur alheimsathygli Fréttir af mögulegum fjárfestingum kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Íslandi hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Nubo, sem er félagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar þýðanda hafi áhuga á því að fjárfesta fyrir marga milljarða í íslenskri ferðaþjónustu og kaupa stórt land á Grímsstöðum á Fjöllum. Fréttirnar kvisuðust út og í gær var fjallað um málið í breska blaðinu Financial Times, á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN og í morgun var fréttin á forsíðu fréttavefjar BBC. Financial Times vekur athygli á því að Nobo sé á lista Forbes yfir 170 ríkustu menn í Kína og eignir hans nemi um 890 milljónum dala. Það jafngildir um 100 milljörðum króna. Þar segir jafnframt að fyrirtæki hans eigi eignir víðsvegar um Kína og annarsstaðar í heiminum. 30. ágúst 2011 14:54 Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Hátt í 400 milljóna króna fjárfesting greidd með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. 12. júlí 2016 20:30 Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Áhugi kínverska auðjöfursins vekur alheimsathygli Fréttir af mögulegum fjárfestingum kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Íslandi hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Nubo, sem er félagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar þýðanda hafi áhuga á því að fjárfesta fyrir marga milljarða í íslenskri ferðaþjónustu og kaupa stórt land á Grímsstöðum á Fjöllum. Fréttirnar kvisuðust út og í gær var fjallað um málið í breska blaðinu Financial Times, á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN og í morgun var fréttin á forsíðu fréttavefjar BBC. Financial Times vekur athygli á því að Nobo sé á lista Forbes yfir 170 ríkustu menn í Kína og eignir hans nemi um 890 milljónum dala. Það jafngildir um 100 milljörðum króna. Þar segir jafnframt að fyrirtæki hans eigi eignir víðsvegar um Kína og annarsstaðar í heiminum. 30. ágúst 2011 14:54
Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Hátt í 400 milljóna króna fjárfesting greidd með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. 12. júlí 2016 20:30
Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15
Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent