FBI býr sig undir að finna uppljóstrara Wikileaks Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2017 11:30 Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Vísir/Getty Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) býr sig nú undir að finna uppljóstrara uppljóstrunarsamtakanna Wikileaks. Samtökin birtu í gær mikið magn skjala sem fjalla um stafræna njósnagetu Bandaríkjanna og leyniþjónustna landsins. Lekinn hefur verið nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed. Upplýsingalekar af þessu tagi hafa leikið embættismenn í Bandaríkjunum grátt á undanförnum árum. Eftir að Chelsea Manning og Edward Snowden láku leynilegum upplýsingum hefur verið reynt að fylla upp í göt og herða eftirlit innan leyniþjónustusamfélagsins. Ný göt virðast þó myndast. Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Hér má sjá útskýringarmyndband Washington Post um gagnalekann og möguleg áhrif hans.Fyrsta stig rannsóknar FBI er, samkvæmt Washington Post, að ganga úr skugga um að skjölin séu raunveruleg. CIA hefur sagt að þeir muni ekki tjá sig um hvort svo sé. Sérfræðingar segja þó að skjölin virðist vera raunveruleg. Þá þarf að taka saman hverjir hafa haft aðgang að skjölunum. Ólíklegt þykir að Wikileaks hafi komist yfir skjölin með tölvuárásum. „Hver sá sem heldur að vandamálin í kringum Manning og Snowden hafi verið einsdæmi hefur einfaldlega rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner við Washington Post. Hann er fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna á skrifstofu yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. „Ben Franklin sagði að þrír einstaklingar gætu þagað yfir leyndarmáli ef tveir þeirra eru dánir. Ef leyndarmálum er deilt á kerfum sem þúsundir manna hafa aðgang að, eru þau í raun ekki leyndarmál lengur. Þetta vandamál mun ekki hverfa.“ Tæknifyrirtæki, eins og Microsoft, Apple og Google, eru einnig að reyna að komast að því hvort að tæki sín og hugbúnaður hafi verið notuð til njósna. Ljóst þykir að lekinn mun vera sem olía á þann eld sem deilur leyniþjónustna og tæknifyrirtækja er. Löggæsluembætti í Bandaríkjunum hafa sagt að aukin áhersla á dulkóðun meðal tæknifyrirtækja hafi gert rannsóknarmönnum erfiðara að rannsaka glæpi og hryðjuverk.Samkvæmt New York Times, brást tæknigeiri Bandaríkjanna reiður við uppljóstrunum Edward Snowden fyrir um fjórum árum. Ríkisstjórn Obama varði miklum tíma í að reyna að byggja brýr á milli leyniþjónustusamfélagsins og tæknifyrirtækja en nýjasta uppljóstrun Wikileaks mun reyna verulega á burðarþol þeirra brúa. WikiLeaks Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) býr sig nú undir að finna uppljóstrara uppljóstrunarsamtakanna Wikileaks. Samtökin birtu í gær mikið magn skjala sem fjalla um stafræna njósnagetu Bandaríkjanna og leyniþjónustna landsins. Lekinn hefur verið nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed. Upplýsingalekar af þessu tagi hafa leikið embættismenn í Bandaríkjunum grátt á undanförnum árum. Eftir að Chelsea Manning og Edward Snowden láku leynilegum upplýsingum hefur verið reynt að fylla upp í göt og herða eftirlit innan leyniþjónustusamfélagsins. Ný göt virðast þó myndast. Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Hér má sjá útskýringarmyndband Washington Post um gagnalekann og möguleg áhrif hans.Fyrsta stig rannsóknar FBI er, samkvæmt Washington Post, að ganga úr skugga um að skjölin séu raunveruleg. CIA hefur sagt að þeir muni ekki tjá sig um hvort svo sé. Sérfræðingar segja þó að skjölin virðist vera raunveruleg. Þá þarf að taka saman hverjir hafa haft aðgang að skjölunum. Ólíklegt þykir að Wikileaks hafi komist yfir skjölin með tölvuárásum. „Hver sá sem heldur að vandamálin í kringum Manning og Snowden hafi verið einsdæmi hefur einfaldlega rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner við Washington Post. Hann er fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna á skrifstofu yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. „Ben Franklin sagði að þrír einstaklingar gætu þagað yfir leyndarmáli ef tveir þeirra eru dánir. Ef leyndarmálum er deilt á kerfum sem þúsundir manna hafa aðgang að, eru þau í raun ekki leyndarmál lengur. Þetta vandamál mun ekki hverfa.“ Tæknifyrirtæki, eins og Microsoft, Apple og Google, eru einnig að reyna að komast að því hvort að tæki sín og hugbúnaður hafi verið notuð til njósna. Ljóst þykir að lekinn mun vera sem olía á þann eld sem deilur leyniþjónustna og tæknifyrirtækja er. Löggæsluembætti í Bandaríkjunum hafa sagt að aukin áhersla á dulkóðun meðal tæknifyrirtækja hafi gert rannsóknarmönnum erfiðara að rannsaka glæpi og hryðjuverk.Samkvæmt New York Times, brást tæknigeiri Bandaríkjanna reiður við uppljóstrunum Edward Snowden fyrir um fjórum árum. Ríkisstjórn Obama varði miklum tíma í að reyna að byggja brýr á milli leyniþjónustusamfélagsins og tæknifyrirtækja en nýjasta uppljóstrun Wikileaks mun reyna verulega á burðarþol þeirra brúa.
WikiLeaks Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira