Segir ávinning af sæstreng vega þyngra en hækkanir til heimila Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2017 19:45 Helge Sigurd Næss-Schmidt eigandi Copenhagen Economics. Raforkuverð innanlands mun óhjákvæmilega hækka með lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. Hins vegar getur Alþingi takmarkað slíkar verðhækkanir til íslenskra heimila með lögum. Þetta er mat dansks hagfræðings sem gerði úttekt á íslenska raforkumarkaðnum fyrir Landsvirkjun. Á fundi Landsvirkjunar í morgun kynntu tveir danskir hagfræðingar Helge Sigurd Næss-Schmidt og Martin Bo Westh Hansen úttekt sína á íslenska raforkumarkaðnum. Eitt af úrræðum sem Íslendingar standa frammi fyrir til að auka verðmætasköpun á raforkumarkaði er að tengjast Evrópu með lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. „Við skulum gera ráð fyrir að raforkuverðið í Skotlandi verði hærra en á Íslandi. Þá getur þetta skapað verðmæti á Íslandi á tvo vegu. Í fyrsta lagi er hægt að fá jafnvel enn meira fyrir orkuna sem þið framleiðið og það verður útflutningur, svo peningarnir fara beint til íslenskra heimila, og það sem er jafnvel enn mikilvægara er að þið hafið vatnsorku. Vatnsorkuver virka frábærlega vel með vindorkustöðvum því þegar vindorkustöðvarnar í Skotlandi framleiða rafmagn er hægt að safna vatn í uppistöðulónin á Íslandi og þegar lítil framleiðsla er í Skotlandi seljum við rafmagn þangað. Svo það næst meira út úr þessu. Það næst meira út úr auðlindinni með því að selja þegar verðið er hátt og famleiða ekki þegar verðið er lágt,“ segir Helge Sigurd Næss-Schmidt.Raforkuverð með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum Fram kom í greiningu Samtaka atvinnulífsins sem birtist í síðustu viku að raforkuverð til heimila á Íslandi er með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Margir hafa lagst gegn raforkusæstrengnum á þeirri forsendu að hann muni leiða til verðhækkana á rafmagni til íslenskra heimila. Líkt og gerðist í Noregi eftir að lagður var raforkusæstrengur milli Noregs og Hollands. „Ég held að hluti af viðskiptahugmyndinni á bak við strenginn sé að það sé verðmunur. En þótt ekki væri mikill verðmunur væri verðmætið mikið og það stafar af getunni til að fá meira út úr þessu með því að selja þegar verðið er hátt og framleiða ekki þegar verðið er lágt,“ segir Helge Sigurd Næss-SchmidtHörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/VilhelmSæstrengsverkefni í biðstöðu Vinna við sæstrengsverkefnið hefur staðið yfir í mörg ár hjá Landsvirkjun og hjá iðnaðarráðuneytinu sem í dag er ráðuneyti ferðamála- nýsköpunar- og iðnaðar. Greint var frá því í nóvember í fyrra að hreyfing væri komin á fjármögnun verkefnisins. Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, verði hann að veruleika, verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum. Það er ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. „Boltinn er hjá stjórnvöldum. Viðskiptalegi ávinningurinn liggur fyrir, hann var kynntur í skýrslu í fyrra og hann er mjög mikill. Við erum með öflugt lið til þess að taka við boltanum þegar og ef stjórnvöld ákveða að skoða þetta frekar. En það er langur vegur eftir sem á eftir að fara áður en hægt er að taka ákvörðun,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Þetta er bara statt á sama stað og fyrir kosningar. Ég hef skoðað þetta og ég hef sagt að mér finnist óábyrgt að loka verkefni sem hefur ekki að fullu verið skoðað eins og þarf að gera til að taka upplýsta ákvörðun. Það er það sem við ætlum að halda áfram að gera. Vera með ölll gögn fyrir framan okkur til að taka upplýsta ákvörðun í þessu máli. Það er það sem mér finnst ábyrgt og það hyggst ég gera,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála- nýsköpunar og iðnaðar um stöðuna á sæstrengsverkefninu. Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Raforkuverð innanlands mun óhjákvæmilega hækka með lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. Hins vegar getur Alþingi takmarkað slíkar verðhækkanir til íslenskra heimila með lögum. Þetta er mat dansks hagfræðings sem gerði úttekt á íslenska raforkumarkaðnum fyrir Landsvirkjun. Á fundi Landsvirkjunar í morgun kynntu tveir danskir hagfræðingar Helge Sigurd Næss-Schmidt og Martin Bo Westh Hansen úttekt sína á íslenska raforkumarkaðnum. Eitt af úrræðum sem Íslendingar standa frammi fyrir til að auka verðmætasköpun á raforkumarkaði er að tengjast Evrópu með lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. „Við skulum gera ráð fyrir að raforkuverðið í Skotlandi verði hærra en á Íslandi. Þá getur þetta skapað verðmæti á Íslandi á tvo vegu. Í fyrsta lagi er hægt að fá jafnvel enn meira fyrir orkuna sem þið framleiðið og það verður útflutningur, svo peningarnir fara beint til íslenskra heimila, og það sem er jafnvel enn mikilvægara er að þið hafið vatnsorku. Vatnsorkuver virka frábærlega vel með vindorkustöðvum því þegar vindorkustöðvarnar í Skotlandi framleiða rafmagn er hægt að safna vatn í uppistöðulónin á Íslandi og þegar lítil framleiðsla er í Skotlandi seljum við rafmagn þangað. Svo það næst meira út úr þessu. Það næst meira út úr auðlindinni með því að selja þegar verðið er hátt og famleiða ekki þegar verðið er lágt,“ segir Helge Sigurd Næss-Schmidt.Raforkuverð með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum Fram kom í greiningu Samtaka atvinnulífsins sem birtist í síðustu viku að raforkuverð til heimila á Íslandi er með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Margir hafa lagst gegn raforkusæstrengnum á þeirri forsendu að hann muni leiða til verðhækkana á rafmagni til íslenskra heimila. Líkt og gerðist í Noregi eftir að lagður var raforkusæstrengur milli Noregs og Hollands. „Ég held að hluti af viðskiptahugmyndinni á bak við strenginn sé að það sé verðmunur. En þótt ekki væri mikill verðmunur væri verðmætið mikið og það stafar af getunni til að fá meira út úr þessu með því að selja þegar verðið er hátt og framleiða ekki þegar verðið er lágt,“ segir Helge Sigurd Næss-SchmidtHörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/VilhelmSæstrengsverkefni í biðstöðu Vinna við sæstrengsverkefnið hefur staðið yfir í mörg ár hjá Landsvirkjun og hjá iðnaðarráðuneytinu sem í dag er ráðuneyti ferðamála- nýsköpunar- og iðnaðar. Greint var frá því í nóvember í fyrra að hreyfing væri komin á fjármögnun verkefnisins. Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, verði hann að veruleika, verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum. Það er ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. „Boltinn er hjá stjórnvöldum. Viðskiptalegi ávinningurinn liggur fyrir, hann var kynntur í skýrslu í fyrra og hann er mjög mikill. Við erum með öflugt lið til þess að taka við boltanum þegar og ef stjórnvöld ákveða að skoða þetta frekar. En það er langur vegur eftir sem á eftir að fara áður en hægt er að taka ákvörðun,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Þetta er bara statt á sama stað og fyrir kosningar. Ég hef skoðað þetta og ég hef sagt að mér finnist óábyrgt að loka verkefni sem hefur ekki að fullu verið skoðað eins og þarf að gera til að taka upplýsta ákvörðun. Það er það sem við ætlum að halda áfram að gera. Vera með ölll gögn fyrir framan okkur til að taka upplýsta ákvörðun í þessu máli. Það er það sem mér finnst ábyrgt og það hyggst ég gera,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála- nýsköpunar og iðnaðar um stöðuna á sæstrengsverkefninu.
Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira