Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Ræðir upplifun sína af geðdeild og hættulegt ástand í geðheilbrigðismálum

Ólöf Skaftadóttir skrifar
kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld koma Gunnar Hrafn og framkvæmdastjóri geðsviðs, María Einisdóttir, í myndverið og ræða ástandið í geðheilbrigðismálum í landinu – sem Gunnar Hrafn lýsir sem glötuðu ástandi.
kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld koma Gunnar Hrafn og framkvæmdastjóri geðsviðs, María Einisdóttir, í myndverið og ræða ástandið í geðheilbrigðismálum í landinu – sem Gunnar Hrafn lýsir sem glötuðu ástandi. Vísir
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum vegna þunglyndis sem tók sig illa upp rétt fyrir jól. Gunnar Hrafn hefur síðan lagst inn á geðdeild og verið útskrifaður.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld koma Gunnar Hrafn og framkvæmdastjóri geðsviðs,

María Einisdóttir, í myndverið og ræða ástandið í geðheilbrigðismálum í landinu – sem Gunnar Hrafn lýsir sem glötuðu ástandi.

Hann ritaði grein í Fréttablaðið um helgina sem bar yfirskriftina Upplifun mín af geðdeild, þar sem hann spurði áleitinna spurninga um stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi og sagði ómögulegt ástand í þeim efnum þinginu að kenna.

„Skítt með flokkspólitík, skítt með rifrildi um peninga, skítt með allt saman þangað til að við sem sitjum á Alþingi getum raunverulega horft í spegil og sagt að við höfum gert allt sem í okkar valdi stóð til að bjarga þessu vanrækta fólki frá dauða og glötun,“ ritaði Gunnar Hrafn.

Gunnar Hrafn veitti fréttastofu Stöðvar 2 viðtal, um það leyti sem veikindin voru að taka sig upp, þann 21. desember síðastliðinn, þar sem hann veitti fólki fágæta innsýn inn í gríðarlega erfiðan sjúkdóm.

Sjá einnig: Gunnar Hrafn tjáir sig um veikindin: Þessi sjúkdómur er tabú

Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast að vanda, á slaginu 18.30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×