Innlent

Heilbrigðisráðherra vill ekki gefa upp um afstöðu sína til áfengisfrumvarpsins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra.
Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra. vísir/vilhelm
Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, svaraði fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, þar sem hún innti hann eftir afstöðu sinni til frumvarps um breytingar á áfengislöggjöfinni.

Óttar vill ekki taka afstöðu til frumvarpsins þar til það hefur hlotið þinglega meðferð en að sögn Óttars hafa fyrri áfengisfrumvörp tekið miklum breytingum eftir slíkt ferli.

Hann bendir þó á að í núverandi stjórnarsáttmála væri að finna ákvæði um að mótuð yrði heilbrigðisstefna sem samhæfir og treystir heilbrigðisþjónustuna, bætir lýðheilsu og stuðlar að heilbrigði landsmanna. Hann vill að umræðan miðist við þessi lýðheilsusjónarmið.

„Það er nokkuð ljóst að stóraukið aðgengi að áfengi getur ekki samræmst stefnu um lýðheilsu.“

Á síðasta kjörtímabili var einnig lagt fram frumvarp um breytingar á áfengislöggjöfinni og var þá Óttar einn af þeim þingmönnum Bjartrar framtíðar sem var andsnúinn frumvarpinu. 

Sjá má fyrirspurn Elsu og svar Óttars hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×