Innlent

Nafn konunnar sem lést

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð um 1,7 kílómetra norðan við mót Grindavíkurvegar og Norðurljósavegar, skammt frá afleggjaranum í Bláa lónið.
Slysið varð um 1,7 kílómetra norðan við mót Grindavíkurvegar og Norðurljósavegar, skammt frá afleggjaranum í Bláa lónið. Vísir
Konan sem lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi aðfaranótt sunnudags hét Guðrún Pálsdóttir. Hún var til heimilis að Traðarbergi 3 í Hafnarfirði að því er Mbl.is greinir frá.

Slysið varð um 1,7 kílómetra norðan við mót Grindavíkurvegar og Norðurljósavegar, skammt frá afleggjaranum í Bláa lónið. 

Í tilkynningu frá lögreglu um helgina kom fram að svo virtist sem ökumaður hefði misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utan vegar. Hún var ein í bílnum.

Þetta er annað banaslysið á vegakaflanum á tæpum tveimur mánuðum.


 


Tengdar fréttir

Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla

Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það.

Banaslys á Grindavíkurvegi

Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×