Innlent

Reykjanesbraut opnuð á ný eftir að hafa verið lokuð vegna umferðarslyss

Birgir Olgeirsson skrifar
Um var að ræða harðan árekstur tveggja bíla á einbreiða kaflanum sunnan við Straumsvík.
Um var að ræða harðan árekstur tveggja bíla á einbreiða kaflanum sunnan við Straumsvík. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Reykjanesbraut hefur verið opnuð á ný fyrir umferð. Hún var lokuð í um tvo tíma í kvöld vegna umferðaróhapps sunnan við Straumsvík Um var að ræða harðan árekstur tveggja bíla. Fjórir voru í bílunum tveimur og voru þeir allir fluttir á slysadeild, en þó ekki alvarlega slasaðir og allir með meðvitund.

Slysið átti sér stað á einbreiða kaflanum sunnan við Straumsvík. Um er að ræða sama stað og banaslys átti sér stað 21. febrúar síðastliðinn.

Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Langar raðir hafa myndast á Reykjanesbraut vegna lokunarinnar.Vísir/Gunnar
*Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×