Innlent

Fangageymslur lögreglu fullar eftir nóttina

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. vísir/ktd
Fangageymslur lögreglu á Hverfisgötu fylltust í nótt. Mikill erill var hjá lögreglu í nótt, mest tengt ölvun. Fór svo að lögregla þurfti að nýta fangageymslur í Hafnarfirði.

Í nótt var maður handtekinn í verslun við Eiðisgranda grunaður um eignarspjöll. Maðurinn grýtti meðal annars páskaeggi í lögreglumann sem reyndi að ræða við hann. Var hann í annarlegu ástandi.

Fjöldi ökumanna var stöðvaður í gær og í nótt vegna gruns um ölvunarakstur. Þá hafði áhöfn sjúkrabíls stöðvað för ökumanns sem ók á móti umferð í Hafnarfirði.

Tveir voru handteknir í Kópavogi grunaðir um líkamsárásir og þá tveir menn gripnir við að stela úr dósa og fatagámum Rauðakrossins í Hraunbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×