Sverrir Ingi Ingason og félagar í spænska úrvalsdeildarliðinu Granada misstu af tækifæri til að komast upp úr fallsæti þegar þeir töpuðu 1-0 fyrir Leganés á útivelli í dag.
Granada vann góðan sigur á Alavés í síðustu umferð og hefði með sigri í dag komist upp úr fallsæti.
Sverrir lék allan leikinn í miðri vörn Granada.
Liðið átti undir högg að sækja í leiknum í dag og átti aðeins eitt skot að marki Leganés.
Eina mark leiksins skoraði Darwin Machís eftir skyndisókn sjö mínútum fyrir leikslok.
Sverrir Ingi og félagar misstu af tækifærinu til að komast upp úr fallsæti
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
